Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. maí 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Mourinho í sögubækurnar - Unnið allar Evrópukeppnirnar
Jose Mourinho er bikaróður
Jose Mourinho er bikaróður
Mynd: Getty Images
Portúgalski þjálfarinn Jose Mourinho skrifaði sig í sögubækurnar í gær er Roma lagði Feyenoord að velli, 1-0, í úrslitaleik Sambandsdeildar Evrópu.

Nicolo Zaniolo skoraði eina mark leiksins á 32. mínútu leiksins og dugði það til sigurs.

Þetta er fyrsta Evrópukeppnin sem Roma vinnur á vegum UEFA og um leið tókst Mourinho að skrifa sig í sögubækurnar.

Hann er eini þjálfarinn sem hefur unnið allar þrjár Evrópukeppnirnar á ferlinum.

Mourinho vann UEFA-bikarinn með Porto árið 2003 og ári síðar Meistaradeildina á eftirminnilegan hátt. Hann vann þá Meistaradeildina með Inter árið 2010 og svo Evrópudeildina með Manchester United fyrir fimm árum áður en hann fagnaði fimmta Evrópubikarnum í gær. Þess má til gamans geta að þetta var fimmti úrslitaleikur hans í keppnum á vegum UEFA og hefur hann unnið alla.


Athugasemdir
banner
banner
banner