sun 26. júní 2022 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Mjólkurbikarinn: KR rétt marði Njarðvík
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Njarðvík 0 - 1 KR
0-1 Hallur Hansson ('84)


Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  1 KR

KR heimsótti Njarðvík í lokaleik kvöldsins í Mjólkurbikarnum og úr varð mikill baráttuleikur.

Staðan var markalaus eftir bragðdaufan fyrri hálfleik þar sem Njarðvíkingar veittu KR-ingum alvöru leik, fengu fleiri færi og komust nær því að skora.

Leikurinn var áfram í sama fari eftir leikhlé þar sem Njarðvíkingar voru hættulegri en náðu ekki að leggja lokahönd á sóknirnar sínar.

Það var því mikill skellingur fyrir Njarðvíkinga þegar Hallur Hansson setti boltann í netið á 84. mínútu eftir góða sendingu frá Theódóri Elmari Bjarnasyni. Markið kom upp úr þurru þar sem einstaklingsgæðin í liði KR gerðu herslumuninn.

Njarðvíkingar lögðu allt í sóknina á lokamínútunum og var það Robert Blakala markvörður sem átti hörkuskalla í uppbótartíma en inn rataði boltinn ekki.

Niðurstaðan svekkjandi og ósanngjarnt tap Njarðvíkur sem hefur þó átt gott sumar hingað til og trónir á toppi 2. deildar.


Byrjunarlið Njarðvík:
1. Robert Blakala
2. Bessi Jóhannsson
3. Sigurjón Már Markússon
6. Einar Orri Einarsson
8. Kenneth Hogg
9. Oumar Diouck
11. Magnús Þórir Matthíasson
13. Marc Mcausland (f)
15. Ari Már Andrésson
16. Úlfur Ágúst Björnsson
24. Hreggviður Hermannsson

Byrjunarlið KR:
1. Beitir Ólafsson (m)
0. Pálmi Rafn Pálmason
4. Hallur Hansson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Finnur Tómas Pálmason
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson (f)
17. Stefan Ljubicic
18. Aron Kristófer Lárusson
23. Atli Sigurjónsson
33. Sigurður Bjartur Hallsson
Athugasemdir
banner
banner
banner