Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 26. júlí 2020 22:34
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Tek svona mörk á mig
Óskar Hrafn og aðstoðarmaður hans, Halldór Árnason.
Óskar Hrafn og aðstoðarmaður hans, Halldór Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Ég er bara ánægður að hafa náð í þrjú stig. Deildin er jöfn og hver sigur er dýrmætur, þú getur farið hratt upp og líka hratt niður ef þú vinnur ekki leiki og þessi sigur var bara virkilega ljúfur," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik, eftir rosalegan 5-3 sigur gegn ÍA.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  3 ÍA

Blikar.is fóru ekki fögrum orðum um Breiðablik eftir tapið gegn HK og var talað um að frammistaðan væri óásættanleg. Hvað hafði Óskar að segja um það?

„Á Blikar.is skrifa menn undir nafni, þeir skrifa í eigin nafni en ekki nafni stuðningsmanna félagsins, stuðningsmennirnir skipta tugum þúsunda og hafa misjafnar skoðanir, ég held það sé bara ágætt að hafa það í huga þegar skrif eins og þessi eru skoðuð að þetta er skoðun eins manns ekki allra stuðningsmannana."

Blikarnir voru með töluverða yfirburði allan leikinn en fá samt á sig þrjú mörk. Áhyggjuefni?

„Nei ég myndi ekki segja að þetta væri áhyggjuefni. Þriðja markið er svona einhvern veginn fylgifiskur þess að spila þann fótbolta sem við viljum spila, við viljum spila frá markmanni, við viljum að markmaðurinn sé miðpunkturinn í sóknarleiknum, þegar við fáum svona mörk á okkur þá tek ég það á mig. Þau eru af því ég að bið leikmenn um að vera hugrakka, kannski að einhverju leiti fífldrjarfa en svona mörk geta alltaf komið fyrir og við tökum það bara á kassann og höldum áfram."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner