Alonso, Neto, Eze, Greenwood, Ramaj, Alli, Son og fleiri góðir í slúðri dagsins
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
Alexandra í skýjunum: Það væri galið að setja hann ekki í svæðið
Hildur: Í augnablikinu vissi ég ekki að það kæmi mark úr því
Fyrsta landsliðsmarkið kom á besta tíma - „Ólýsanleg tilfinning"
Gunnhildur: Ætlað mér að vera styrktarþjálfari í svona tíu ár
Sædís: Þurfum að vera rólegri á boltanum og þora
Hefði frekar verið til í Valsvöllinn - „Eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik"
Guðrún: Það voru Blikalög í rútunni á leiðinni og allir pepp
Alexandra: Er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark
Máni efstur í kosningu til stjórnar KSÍ
Þrumuræða Þorvaldar gerði útslagið: Fyrst og fremst tilfinningar frá mér
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
   sun 26. júlí 2020 22:34
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Tek svona mörk á mig
Óskar Hrafn og aðstoðarmaður hans, Halldór Árnason.
Óskar Hrafn og aðstoðarmaður hans, Halldór Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Ég er bara ánægður að hafa náð í þrjú stig. Deildin er jöfn og hver sigur er dýrmætur, þú getur farið hratt upp og líka hratt niður ef þú vinnur ekki leiki og þessi sigur var bara virkilega ljúfur," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik, eftir rosalegan 5-3 sigur gegn ÍA.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  3 ÍA

Blikar.is fóru ekki fögrum orðum um Breiðablik eftir tapið gegn HK og var talað um að frammistaðan væri óásættanleg. Hvað hafði Óskar að segja um það?

„Á Blikar.is skrifa menn undir nafni, þeir skrifa í eigin nafni en ekki nafni stuðningsmanna félagsins, stuðningsmennirnir skipta tugum þúsunda og hafa misjafnar skoðanir, ég held það sé bara ágætt að hafa það í huga þegar skrif eins og þessi eru skoðuð að þetta er skoðun eins manns ekki allra stuðningsmannana."

Blikarnir voru með töluverða yfirburði allan leikinn en fá samt á sig þrjú mörk. Áhyggjuefni?

„Nei ég myndi ekki segja að þetta væri áhyggjuefni. Þriðja markið er svona einhvern veginn fylgifiskur þess að spila þann fótbolta sem við viljum spila, við viljum spila frá markmanni, við viljum að markmaðurinn sé miðpunkturinn í sóknarleiknum, þegar við fáum svona mörk á okkur þá tek ég það á mig. Þau eru af því ég að bið leikmenn um að vera hugrakka, kannski að einhverju leiti fífldrjarfa en svona mörk geta alltaf komið fyrir og við tökum það bara á kassann og höldum áfram."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner