Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   sun 26. júlí 2020 22:34
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Tek svona mörk á mig
Óskar Hrafn og aðstoðarmaður hans, Halldór Árnason.
Óskar Hrafn og aðstoðarmaður hans, Halldór Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Ég er bara ánægður að hafa náð í þrjú stig. Deildin er jöfn og hver sigur er dýrmætur, þú getur farið hratt upp og líka hratt niður ef þú vinnur ekki leiki og þessi sigur var bara virkilega ljúfur," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik, eftir rosalegan 5-3 sigur gegn ÍA.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  3 ÍA

Blikar.is fóru ekki fögrum orðum um Breiðablik eftir tapið gegn HK og var talað um að frammistaðan væri óásættanleg. Hvað hafði Óskar að segja um það?

„Á Blikar.is skrifa menn undir nafni, þeir skrifa í eigin nafni en ekki nafni stuðningsmanna félagsins, stuðningsmennirnir skipta tugum þúsunda og hafa misjafnar skoðanir, ég held það sé bara ágætt að hafa það í huga þegar skrif eins og þessi eru skoðuð að þetta er skoðun eins manns ekki allra stuðningsmannana."

Blikarnir voru með töluverða yfirburði allan leikinn en fá samt á sig þrjú mörk. Áhyggjuefni?

„Nei ég myndi ekki segja að þetta væri áhyggjuefni. Þriðja markið er svona einhvern veginn fylgifiskur þess að spila þann fótbolta sem við viljum spila, við viljum spila frá markmanni, við viljum að markmaðurinn sé miðpunkturinn í sóknarleiknum, þegar við fáum svona mörk á okkur þá tek ég það á mig. Þau eru af því ég að bið leikmenn um að vera hugrakka, kannski að einhverju leiti fífldrjarfa en svona mörk geta alltaf komið fyrir og við tökum það bara á kassann og höldum áfram."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner