Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
banner
   sun 26. júlí 2020 22:34
Arnar Laufdal Arnarsson
Óskar Hrafn: Tek svona mörk á mig
Óskar Hrafn og aðstoðarmaður hans, Halldór Árnason.
Óskar Hrafn og aðstoðarmaður hans, Halldór Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Ég er bara ánægður að hafa náð í þrjú stig. Deildin er jöfn og hver sigur er dýrmætur, þú getur farið hratt upp og líka hratt niður ef þú vinnur ekki leiki og þessi sigur var bara virkilega ljúfur," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðablik, eftir rosalegan 5-3 sigur gegn ÍA.

Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  3 ÍA

Blikar.is fóru ekki fögrum orðum um Breiðablik eftir tapið gegn HK og var talað um að frammistaðan væri óásættanleg. Hvað hafði Óskar að segja um það?

„Á Blikar.is skrifa menn undir nafni, þeir skrifa í eigin nafni en ekki nafni stuðningsmanna félagsins, stuðningsmennirnir skipta tugum þúsunda og hafa misjafnar skoðanir, ég held það sé bara ágætt að hafa það í huga þegar skrif eins og þessi eru skoðuð að þetta er skoðun eins manns ekki allra stuðningsmannana."

Blikarnir voru með töluverða yfirburði allan leikinn en fá samt á sig þrjú mörk. Áhyggjuefni?

„Nei ég myndi ekki segja að þetta væri áhyggjuefni. Þriðja markið er svona einhvern veginn fylgifiskur þess að spila þann fótbolta sem við viljum spila, við viljum spila frá markmanni, við viljum að markmaðurinn sé miðpunkturinn í sóknarleiknum, þegar við fáum svona mörk á okkur þá tek ég það á mig. Þau eru af því ég að bið leikmenn um að vera hugrakka, kannski að einhverju leiti fífldrjarfa en svona mörk geta alltaf komið fyrir og við tökum það bara á kassann og höldum áfram."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir