Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 26. júlí 2021 19:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danmörk: Sætur sigur í fyrsta leik Kristófers Inga
Kristófer Ingi
Kristófer Ingi
Mynd: SönderjyskE
SönderjyskE 1 - 0 Vejle
1-0 V. Ekani ('80)

SönderjyskE vann í kvöld 1-0 heimasigur á Vejle í dönsku Superliga. Leikurinn var lokaleikurinn í 2. umferð deildarinnar.

Kristófer Ingi Kristinsson var að leika sinn fyrsta leik fyrir SönderjkyskE en hann gekk í raðir félagsins frá franska félaginu Grenoble á dögunum.

Kristófer kom inn á sem varamaður á 77. mínútu og á 80. mínútu skoraði Victor Ekani sigurmarkið fyrir heimamenn eftir fyrirgjöf frá Marc Dal Hende.

SönderjyskE er með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar. Randers, OB, Viborg eru einnig með fjögur stig, jöfn í efsta sæti deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner