Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 26. júlí 2021 13:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Romano notar frasann sinn fræga um Varane og Man Utd
Raphael Varane.
Raphael Varane.
Mynd: EPA
Raphael Varane verður leikmaður Manchester United á næstu dögum.

Ítalski fjölmiðlamaðurinn Fabrizio Romano er mjög áreiðanlegur þegar kemur að félagaskiptafréttum. Hann notar alltaf slagorðið 'here we go' þegar skipti eru svo gott sem frágengin og hann er búinn að nota þennan frasa um möguleg félagaskipti Varane.

Hann segir að það styttist í samkomulag á milli Man Utd og Real Madrid.

Varane er búinn að ná persónulegu samkomulagi við Man Utd og er tilbúinn að fara til Manchester.

Man Utd mun borga um 50 milljónir evra fyrir franska miðvörðinn. Varane er 28 ára og á eitt ár eftir af samningi sínum við spænska stórveldið. Hann er búinn að vinna allt sem hægt er að vinna með Real Madrid.


Athugasemdir
banner
banner
banner