Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 26. september 2020 17:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu mörkin: United skoraði eftir lokaflaut og umdeilt víti Everton
Leikmenn Man Utd fagna sigrinum.
Leikmenn Man Utd fagna sigrinum.
Mynd: Getty Images
Það eru tveir leikir búnir í ensku úrvalsdeildinni í dag og hefur dramatíkina svo sannarlega ekki vantað.

Manchester United lagði Brighton 2-3 í leik þar sem Brighton var sterkari aðilinn. Sigurmark Man Utd kom úr vítaspyrnu eftir að flautað hafði verið til leiksloka. Mark Marcus Rashford í leiknum var stórkostlegt.

Þá vann Everton lið Crystal Palace á útivelli. Sigurmark Everton kom úr umdeildri vítaspyrnu sem Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, var vægast sagt ekki sáttur með.

Hér að neðan má sjá mörkin úr leikjunum en þau birtust fyrst á vef Morgunblaðsins.

Brighton 2 - 3 Manchester Utd
1-0 Neal Maupay ('40 , víti)
1-1 Lewis Dunk ('43 , sjálfsmark)
1-2 Marcus Rashford ('55 )
2-2 Solly March ('90 )
2-3 Bruno Fernandes ('90 , víti)

Crystal Palace 1 - 2 Everton
0-1 Dominic Calvert-Lewin ('10 )
1-1 Cheikou Kouyate ('26 )
1-2 Richarlison ('40 , víti)






Athugasemdir
banner
banner
banner