Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 26. september 2021 20:55
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Draumaendurkoma hjá Fati - Falcao skoraði þriðja leikinn í röð
Leikmenn Barcelona fögnuðu ákaft er Fati skoraði mark sitt
Leikmenn Barcelona fögnuðu ákaft er Fati skoraði mark sitt
Mynd: EPA
Radamel Falcao skoraði þriðja leikinn í röð
Radamel Falcao skoraði þriðja leikinn í röð
Mynd: EPA
Sjöundu umferð spænsku deildarinnar lauk í dag með fimm leikjum en Barcelona vann Levante 3-0 þar sem spænski táningurinn Ansu Fati skoraði í sínum fyrsta leik eftir tíu mánaða fjarveru.

Ronald Koeman og lærisveinar hans hafa verið gagnrýndir harðlega á þessu tímabili fyrir afleita frammistöðu en það mátti þó sjá bætingu gegn Levante í dag.

Memphis Depay kom Börsungum yfir með marki úr vítaspyrnu á 7. mínútu. Þriðja mark hans í deildini áður en landi hans, Luuk de Jong, gerði annað mörk sjö mínútum síðar.

Ansu Fati hefur verið meiddur síðustu tíu mánuði en hann kom inná sem varamaður á 81. mínútu og þakkaði kærlega fyrir sig í endurkomunni með því að gulltryggja sigurinn undir lok leiks.

Barcelona er í 6. sæti deildarinnar með 12 stig. Liðið hefur unnið þrjá og gert þrjú jafntefli.

Willian Jose gerði bæði mörk Real Betis í 2-0 sigri á Getafe og þá var Mikel Oyarzabal hetja Real Sociedad gegn Elche í 1-0 sigri en hann skoraði mark sitt á 81. mínútu.

Kólumbíski framherjinn Radamel Falcao gekk til liðs við Rayo Vallecano fyrir tímabilið. Hann skoraði þriðja leikinn í röð í 3-1 sigri á Cadiz. Falcao kann vel við sig á Spáni en síðast þegar hann spilaði þar gerði hann 70 mörk í 91 leik með Atlético Madríd.

Úrslit og markaskorarar:

Barcelona 3 - 0 Levante
1-0 Memphis Depay ('7 , víti)
2-0 Luuk de Jong ('14 )
3-0 Ansu Fati ('90 )

Betis 2 - 0 Getafe
1-0 Willian Jose ('14 )
2-0 Willian Jose ('55 )

Mallorca 2 - 3 Osasuna
0-1 Cote ('9 )
1-1 Dani Rodriguez ('11 )
2-1 Fer Nino ('45 )
2-2 Inigo Perez ('58 )
2-3 Javier Martinez Calvo ('88 )

Real Sociedad 1 - 0 Elche
1-0 Mikel Oyarzabal ('81 )

Rayo Vallecano 3 - 1 Cadiz
1-0 Alvaro Garcia ('9 )
1-1 Varazdat Haroyan ('23 )
2-1 Radamel Falcao ('44 )
3-1 Isi Palazon ('87 )
Athugasemdir
banner
banner
banner