De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   mán 26. september 2022 17:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skildi val Davíðs Snorra - „Ánægður að fá símtalið"
'Ég treysti mér alveg 100% í þá stöðu'
'Ég treysti mér alveg 100% í þá stöðu'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er mjög góð, ég var ánægður að fá símtalið frá Davíð (Snorra Jónassyni, þjálfara)," sagði Birkir Heimisson, leikmaður U21 landsliðsins, sem var kallaður inn í landsliðshópinn á laugardag. Birkir ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu liðsins í Budojevice í dag.

Birkir kom inn þegar ljóst var að Sævar Atli Magnússon gæti ekki spilað seinni leikinn gegn Tékklandi í umspilinu þar sem hann tekur út leikbann.

Birkir var í landsliðshópnum í júní en var ekki í upprunalega hópnum fyrir þetta vekrefni. Voru það vonbrigði?

„Maður vonast alltaf til að vera þar en ég er svo sem líka aðeins búinn að vera á bekknum hjá Val þannig að það var kannski alveg skiljanlegt."

Seinni leikur Íslands gegn Tékklandi fer fram á morgun og er Ísland einu marki undir í einvígnu.

Birkir spilar oftast á miðjunni hjá Val en hefur leyst stöðu miðvarðar hjá U21. Er hann klár í bæði hlutverk ef kallið kemur á morgun?

„Ég er búinn að spila nokkra leiki með landsliðinu í miðverði, ég treysti mér alveg 100% í þá stöðu. Maður hefur aðeins meiri tíma á boltanum og hefur allan völlinn fyrir framan sig. Það er mjög fín staða," sagði Birkir.

Í lok viðtalsins, sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan, er Birkir spurður út í tímabilið hjá Val sem og samnings mál sín.
Athugasemdir
banner
banner
banner