Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
Alexandra í skýjunum: Það væri galið að setja hann ekki í svæðið
Hildur: Í augnablikinu vissi ég ekki að það kæmi mark úr því
Fyrsta landsliðsmarkið kom á besta tíma - „Ólýsanleg tilfinning"
Gunnhildur: Ætlað mér að vera styrktarþjálfari í svona tíu ár
Sædís: Þurfum að vera rólegri á boltanum og þora
Hefði frekar verið til í Valsvöllinn - „Eitthvað sem ég þarf að laga fyrir næsta leik"
Guðrún: Það voru Blikalög í rútunni á leiðinni og allir pepp
Alexandra: Er svo hógvær að ég segi að þetta sé sjálfsmark
Máni efstur í kosningu til stjórnar KSÍ
Þrumuræða Þorvaldar gerði útslagið: Fyrst og fremst tilfinningar frá mér
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
banner
   mán 26. september 2022 17:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skildi val Davíðs Snorra - „Ánægður að fá símtalið"
'Ég treysti mér alveg 100% í þá stöðu'
'Ég treysti mér alveg 100% í þá stöðu'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tilfinningin er mjög góð, ég var ánægður að fá símtalið frá Davíð (Snorra Jónassyni, þjálfara)," sagði Birkir Heimisson, leikmaður U21 landsliðsins, sem var kallaður inn í landsliðshópinn á laugardag. Birkir ræddi við Fótbolta.net fyrir æfingu liðsins í Budojevice í dag.

Birkir kom inn þegar ljóst var að Sævar Atli Magnússon gæti ekki spilað seinni leikinn gegn Tékklandi í umspilinu þar sem hann tekur út leikbann.

Birkir var í landsliðshópnum í júní en var ekki í upprunalega hópnum fyrir þetta vekrefni. Voru það vonbrigði?

„Maður vonast alltaf til að vera þar en ég er svo sem líka aðeins búinn að vera á bekknum hjá Val þannig að það var kannski alveg skiljanlegt."

Seinni leikur Íslands gegn Tékklandi fer fram á morgun og er Ísland einu marki undir í einvígnu.

Birkir spilar oftast á miðjunni hjá Val en hefur leyst stöðu miðvarðar hjá U21. Er hann klár í bæði hlutverk ef kallið kemur á morgun?

„Ég er búinn að spila nokkra leiki með landsliðinu í miðverði, ég treysti mér alveg 100% í þá stöðu. Maður hefur aðeins meiri tíma á boltanum og hefur allan völlinn fyrir framan sig. Það er mjög fín staða," sagði Birkir.

Í lok viðtalsins, sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan, er Birkir spurður út í tímabilið hjá Val sem og samnings mál sín.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner