Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
   þri 26. september 2023 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Shane Kluivert búinn að skrifa undir samning við Barca
Mynd: EPA

Synir Patrick Kluivert eru að gera flotta hluti í fótboltaheiminum. Fjórir synir hans eru fótboltamenn og var sá yngsti að skrifa undir atvinnumannasamning við Barcelona.


Elsti sonurinn, Quincy Kluivert, er 27 ára og spilar sem áhugamaður en svo kemur Justin Kluivert sem er 24 ára gamall og leikur með Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni.

Justin hefur spilað fyrir Ajax, Roma, Leipzig, Nice og Valencia á skrautlegum ferli.

Ruben Kluivert er 22 ára og leikur með FC Dordrecht í B-deild hollenska boltans, en yngsti sonurinn heitir Shane Kluivert og er nýorðinn 16 ára gamall.

Shane skrifaði undir sinn fyrsta atvinnumannasamning á 16 ára afmælisdaginn en hann hefur verið partur af La Masia akademíu Barcelona síðan hann skipti til félagsins frá Paris Saint-Germain þegar hann var aðeins níu ára gamall.


Athugasemdir
banner
banner
banner