Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 26. nóvember 2020 17:30
Elvar Geir Magnússon
Forsetaframbjóðandi vill að Nývangur heiti í höfuðið á Messi
Mynd: Getty Images
Emili Rousaud forsetaframbjóðandi hjá Barcelona vill skíra Camp Nou eftir Lionel Messi ef hann nær kjöri.

Hinn umdeildi Josep Maria Bartomeu hefur látið af forsetaembættinu hjá Börsungum og knýr forseti verður kjörinn í janúar.

Rousaud hefur opinberað sín kosningaloforð en hann lofar því meðal annars að kaupa Neymar aftur og aðra stórstjörnu fyrir næsta tímabil.

Þá vill Rousaud að hinn sögufrægi heimavöllur félagsins muni taka upp nafnið "Camp Nou - Leo Messi".

Framtíð Lionel Messi hjá Barcelona er í óvissu en Argentínumaðurinn er sagður ætla að bíða eftir því hvernig forsetakosningarnar fara áður en hann tekur ákvörðun.
Athugasemdir
banner
banner