Breiðablik tekur á móti tyrkneska liðinu Samsunspor á Laugardalsvelli í 4. umferð deildarkeppni Sambandsdeildarinnar á morgun.
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði karlaliðs Breiðabliks, sat fyrir svörum á blaðamannafundi í kvöld og ræddi við blaðamann fotbolta.net að honum loknum.
Lestu um leikinn: Breiðablik 0 - 0
Stórleikur á morgun hvernig lýst þér á?
„Jú það er bara kominn gír í mannskapinn og náttúrlega mjög gott lið sem við erum að mæta líka. Lið sem er bara á góðu skriði, bæði í þessari keppni og heimafyrir í deildinni."
„Það dugar ekkert minna að bara allir hitti á toppleik og ná að kreista áfram eitthvað extra á móti jafn sterkum andstæðingum og á morgunn.
„Heilt yfir er bara hungur í mannskapnum og mér finnst menn bara ferskir."
Fyrir leikinn er Samsunspor sterkari aðilinn með markatöluna 7:0 en Blikum hefur enn ekki tekist að skora, hvað þarf að gerast á morgun til þess að skora og setja pressu á þá?
„Ég held að það þurfi einfaldlega bara að gerast að við náum inn helvítis markinu. Líka að einhverju leyti til þess að brjóta þá andlegu hindrun ef mætti segja svo."
Landsliðsmaðurinn Logi Tómasson spilar með Samsunspor hvernig líst Höskuldi á að mæta honum?
„Bara gaman sko, svo sem ekkert mikið að pæla í því bara gefur leiknum extra krydd. Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og ekki síður sem leikmanni þannig það er bara af hinu góða og skemmtilegt."
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan






















