banner
   mið 27. janúar 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Þrír leikir í þremur mótum
Fylkir á leik við Fjölni.
Fylkir á leik við Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Þrír leikir fara fram á Íslandi í dag, í þremur mismunandi undirbúningsmótum.

Í Reykjavíkumóti kvenna eigast við Fjölni og Fylkir í B-riðli. Fylkir vann 3-0 sigur á Þrótti í fyrsta leik sínum í mótinu en Fjölnir er í kvöld að spila sinn fyrsta leik. Fylkir er í Pepsi Max-deildinni og Fjölnir í 2. deild.

Í Kjarnafæðismótinu mætast Völsungur, sem er í 2. deild karla, og Þór, sem er í næst efstu deild - Lengjudeildinni. Flautað verður til leiks í Boganum klukkan 18:00.

Klukkan 19:30 mætast síðan Leiknir F. og Fjarðabyggð í Asuturlandsmótinu. Bæði þessi lið spila í 2. deild karla næsta sumar.

miðvikudagur 27. janúar

Reykjavíkurmót kvenna - B-riðill
20:00 Fjölnir-Fylkir (Egilshöll)

Kjarnafæðismótið - A-deild, riðill 2
18:00 Völsungur-Þór (Boginn)

Austurlandsmót
19:30 Leiknir F.-Fjarðabyggð (Fjarðabyggðarhöllin)
Athugasemdir
banner
banner
banner