Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
banner
   fim 27. janúar 2022 18:26
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Viðars: Sammála því að Jói Kalli væri rétti maðurinn í starfið
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er spenntur og stoltur að KSÍ geti kynnt þessa sérfræðinga á sínu sviði til starfa," sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson í viðtali eftir að Grétar Rafn Steinsson kynnti hvert hans starf verður hjá KSÍ og Jóhannes Karl Guðjónsson sat á sínum fyrsta blaðamannafundi sem aðstoðarlandsliðsþjálfari.

„Þegar maður heyrir Grétar tala um sitt sérfræðisvið þá skilur maður að maður veit ekki nógu mikið. Jói Kalli er reynslumikill þjálfari þrátt fyrir ungan aldur og tikkar í öll þessi box sem eru mikilvæg fyrir okkur."

„Nafn Jóa Kalla kom strax á lista hjá mér og fljótlega var hann einn af mínum toppkandídötum."

„Ég átti mikið af samtölum við Grétar og hann var búinn að gera sér grein fyrir hverju A-landsliðið þurfti á að halda og þegar styrkleikar allra kandídata voru lagðir hlið við hlið þá var Grétar sammála því að Jói Kalli væri rétti maðurinn í starfið."


Arnar ræðir þá um Grétar Rafn í viðtalinu sem og hans hlutverk á knattspyrnusviði.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan

Athugasemdir
banner
banner