Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 27. febrúar 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fara varkárnislega með Ndidi
Brendan Rodgers, stjóri Leicester, segir að félagið sé afar varkárt þegar kemur að miðjumanninum Wilfred Ndidi.

Miðjumaðurinn mikilvæga kom ótrúlega hratt til baka eftir að hafa farið í aðgerð í janúar. Hann þurfti að fara í aðgerð eftir að hafa fengið högg á æfingu. Rodgers sagði þá að Ndidi yrði frá í allt að mánuð, en 12 dögum síðar var hann mættur aftur á fótboltavöllinn.

Eftir að hafa hins vegar spilað í tveimur leikjum þá meiddist hann aftur og hefur hann verið frá síðan í lok janúar.

Rodgers hefur staðfest að hinn 23 ára gamli Ndidi sé byrjaður að æfa aftur og að hann gæti spilað gegn Norwich á föstudag. Hann segir þó að nú sé varkárnislega farið með hann. „Við viljum ekki missa hann," sagði Rodgers.

Leicester er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sex stigum meira en Chelsea, sem er í fjórða sæti.
Athugasemdir