Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 27. febrúar 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fara varkárnislega með Ndidi
Wilfred Ndidi.
Wilfred Ndidi.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Leicester, segir að félagið sé afar varkárt þegar kemur að miðjumanninum Wilfred Ndidi.

Miðjumaðurinn mikilvæga kom ótrúlega hratt til baka eftir að hafa farið í aðgerð í janúar. Hann þurfti að fara í aðgerð eftir að hafa fengið högg á æfingu. Rodgers sagði þá að Ndidi yrði frá í allt að mánuð, en 12 dögum síðar var hann mættur aftur á fótboltavöllinn.

Eftir að hafa hins vegar spilað í tveimur leikjum þá meiddist hann aftur og hefur hann verið frá síðan í lok janúar.

Rodgers hefur staðfest að hinn 23 ára gamli Ndidi sé byrjaður að æfa aftur og að hann gæti spilað gegn Norwich á föstudag. Hann segir þó að nú sé varkárnislega farið með hann. „Við viljum ekki missa hann," sagði Rodgers.

Leicester er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sex stigum meira en Chelsea, sem er í fjórða sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner