fim 27. febrúar 2020 22:14
Aksentije Milisic
Fimm leikir í Serie A fara fram fyrir luktum dyrum vegna kóróna veirunnar
Mynd: Getty Images
Búið er að tilkynna það að fimm leikir hið minnsta fara fram fyrir luktum dyrum í Serie A deildinni á Ítalíu um komandi helgi.

Kóróna veiran er til mikillra vandræða á Ítalíu um þessar mundir og fór fram leikur Inter og Ludogorets fyrir luktum dyrum í kvöld í Evrópudeildinni vegna þess.

Leikirnir fimm um næstu helgi eru Udinese-Fiorentina, Milan-Genoa, Parma-SPAL, Sassuolo-Brescia og að lokum stórleikur Juventus og Inter.

Ekki er enn ljóst hvort að fleiri leikir á Ítalíu fari fram fyrir luktum dyrum en það mun koma frekar í ljós.




Athugasemdir
banner
banner
banner