banner
   fim 27. febrúar 2020 06:00
Elvar Geir Magnússon
Mertens frá í tíu daga
Dries Mertens.
Dries Mertens.
Mynd: Getty Images
Belgíski framherjinn Dries Mertens verður frá í tíu daga eftir að hafa meiðst á ökkla gegn Barcelona í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Hann skoraði í 1-1 jafntefli liðanna og jafnaði markamet Napoli. Mertens kom Napoli yfir með frábæru skoti.

En síðar í leiknum þurfti hann að fara af velli eftir að hafa fengið högg frá Sergio Busquets.

Mertens verður klár í slaginn í seinni viðureign liðanna sem verður 18. mars.

Hann mun hinsvegar missa af deildarleik gegn Torino um komandi helgi en Napoli er í sjötta sæti ítölsku A-deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner