Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   lau 27. febrúar 2021 19:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ítalía: Birkir lagði upp - Bologna nýtti sér klúður Immobile
Mynd: Getty Images
Bologna 2 - 0 Lazio
0-0 Ciro Immobile ('17 , Misnotað víti)
1-0 Ibrahima Mbaye ('19 )
2-0 Nicola Sansone ('64 )

Bologna vann Lazio í ítölsku Serie A í kvöld. Lazio mætti í leikinn eftir þungt tap gegn Bayern í Meistaradeildinni í vikunni og ætlaði Bologna sér að nýta sér það.

Lazio fékk vítaspyrnu á 17. mínútu en Ciro Immobile lét Lukasz Skorupski verja frá sér. Ibrahima Mbaye kom heimamönnum yfir strax tveimur mínútum síðar og leiddu þeir í hléi. Nicola Sansone skoraði svo annað mark Bologna á 64. mínútu eftir undirbúning Musa Barrow. Það reyndist lokamark leiksins.

Lazio er sem stendur í 6. sæti deildarinnar en liðin í kring eiga leik til góða. Bologna er í 11. sæti og hefur náð í átta stig í síðustu fjórum leikjum. Andri Fannar Baldursson lék ekki með Bologna vegna meiðsla

Í ítölsku B-deildinni lagði Birkir Bjarnason upp eina mark Brescia í 1-1 jafntefli gegn Entella á útivelli. Markið lagði Birkir upp fyrir Florian Aye á 25. mínútu leiksins. Birkir lék fyrstu 75 mínúturnar hjá gestunum en heimamenn jöfnuðu leikinn á 84. mínútu.

Brescia er með 27 stig í 16. sæti þegar 25. umferðinni er lokið. Hólmbert Aron Friðjónsson var ónotaður varamaður í liði Brescia í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner