Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   lau 27. febrúar 2021 22:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spánn: Getafe vann sannfærandi og langþráðan sigur
Osasuna lagði Alaves
Lokaleikjunum tveimur í La Liga þennan laugardaginn er lokið. Osasuna lagði Alaves á útivelli og Getafe vann sinn fyrsta sigur í rúman mánuð gegn Valencia á heimavelli.

Það var Kike Barja sem skoraði sigurmark Osasuna þegar liðið sleit sig frá fallpakkanum með sigri á Alaves í kvöld.

Í Getafe skoruðu heimamenn öll mörkin þegar fyrsti sigurinn kom loks í hús eftir eitt stig í síðustu sex leikjum. Arambarri, Mata og Alena skoruðu mörkin gegn Valencia. Heimamenn leiddu 1-0 í hléi og snemma í seinni hálfleik fékk Diakhaby að líta rauða spjaldið. Það einfaldaði heimamönnum verkið og skoruðu þeir tvö mörk til viðbótar áður en flautað var af.

Nú eru Getafe og Valencia jöfn með 27 stig í 13. - 14. sæti La Liga.

Alaves 0 - 1 Osasuna
0-1 Kike Barja ('77 )

Getafe 3 - 0 Valencia
1-0 Mauro Arambarri ('39 )
2-0 Jaime Mata ('55 )
3-0 Carles Alena ('87 )
Rautt spjald: Mouctar Diakhaby, Valencia ('51)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 4 4 0 0 8 2 +6 12
2 Barcelona 4 3 1 0 13 3 +10 10
3 Athletic 4 3 0 1 6 4 +2 9
4 Getafe 4 3 0 1 6 4 +2 9
5 Villarreal 4 2 1 1 8 3 +5 7
6 Espanyol 3 2 1 0 5 3 +2 7
7 Alaves 4 2 1 1 4 3 +1 7
8 Elche 4 1 3 0 6 4 +2 6
9 Betis 5 1 3 1 6 6 0 6
10 Osasuna 4 2 0 2 3 2 +1 6
11 Atletico Madrid 4 1 2 1 5 4 +1 5
12 Celta 5 0 4 1 4 6 -2 4
13 Sevilla 4 1 1 2 7 7 0 4
14 Vallecano 4 1 1 2 4 5 -1 4
15 Valencia 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Oviedo 4 1 0 3 1 7 -6 3
17 Real Sociedad 4 0 2 2 4 6 -2 2
18 Levante 4 0 1 3 5 9 -4 1
19 Mallorca 3 0 1 2 2 6 -4 1
20 Girona 4 0 1 3 2 11 -9 1
Athugasemdir