Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 27. febrúar 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mál Forest tekið fyrir í næstu viku - Gæti haft úrslitaáhrif
Forest fagnar marki.
Forest fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Mál Nottingham Forest er varðar mögulegt brot á fjármálareglum verður tekið fyrir í næstu viku.

Nick de Marco, sem þykir leiðandi í íþróttalögfræði, er verjandi Forest í málinu.

Forest fékk í janúar á sig ákæru fyrir brot á fjármálareglum fyrir tímabilið 2022/23. Óháður dómstóll mun dæma í málinu sem verður tekið fyrir í næstu viku, en það er ekki búist við því að dómur falli fyrr en um miðjan apríl.

Fyrr á tímabilinu voru tíu stig tekin af Everton fyrir brot á fjármálareglum. Þeim dómi var svo breytt eftir áfrýjun og voru á endanum sex stig tekin af Everton.

Ef Forest missir stig þá gæti það sagt til um það hvort liðið falli eða halda sér í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er sem stendur fjórum stigum frá fallsvæðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner