Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   sun 27. mars 2022 14:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Sem betur fer semur okkur vel bæði sem hjónum og samstarfsfólki"
Fannst vera kominn tími
Mynd: Selfoss
Bára Kristbjörg er Bjössa til aðstoðar
Bára Kristbjörg er Bjössa til aðstoðar
Mynd: Selfoss
Bjössi og Elísabet Gunnarsdóttir
Bjössi og Elísabet Gunnarsdóttir
Mynd: Twitter
Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss, kíkti í heimsókn á skrifstofu Fótbolta.net í dag. Hann var spurður út í heimkomuna frá Svíþjóð, tímann erlendis, samstarfið með Elísabetu Gunnarsdóttur hjá Kristianstad og margt fleira. Viðtalið er tæplega átján mínútna langt og má sjá það í heild sinni í spilaranum að ofan.

Á ferlinum, áður en hann hélt erlendis fyrir rúmum áratug síðan, hafði Björn þjálfað hjá karla- og kvennaliðum Víkings og yngri flokka hjá Þrótti Reykjavík, Fram og Val.

Björn er eiginmaður landsliðskonunnar Sifjar Atladóttur og voru þau í rúman áratug í Svíþjóð hjá Kristianstad áður en þau söðluðu um undir lok síðasta árs og fluttust heim til Íslands, á Selfoss þar sem Björn er þjálfari og Sif leikmaður liðsins.

„Ég fór í smá ferli með KSÍ í fyrra, sótti um U16/U17 þjálfarastöðuna, fór í smá ferli þar og fékk ekki starf. En það sem gerðist var að það spurðist út að ég væri mögulega á leið heim og Selfyssingar ásamt öðrum höfðu samband við mig. Ég fór fljótlega í viðræður við Selfoss, leist rosalega vel á það sem kynnt var fyrir mér og þeir seldu mér með þeirri sýn sem þeir hafa. Sömuleiðis fékk ég að koma með mína punkta varðandi það sem ég sá fyrir mér og að lokum held ég að báðir aðilar hafi verið mjög spenntir þegar við náðum að ganga frá því," sagði Bjössi.

Var farið að kitla að verða aðalþjálfari eftir mörg ár sem aðstoðarmaður hjá Betu?

„Í rauninni ekki, ég var mjög sáttur og leið rosa vel í þessu starfi sem ég var búinn að vera í. En þetta ferli sem ég fór í með sambandinu fékk mig aðeins til þess að velta því fyrir mér hvers konar þjálfari ég ætlaði að vera þegar ég væri orðinn stór," sagði Bjössi og brosti. „Það ýtti aðeins undir þessa hugsun og þegar þetta fór að verða að einhverjum samtölum við Selfoss þá fannst mér kominn tími á þetta."

Var löngu ákveðið að þið Sif væruð að fara heim til Íslands?

„Nei, alls ekki. Okkur fannst við eiga eitt ár eftir með þá hugsun að Sif myndi spila áfram á háu getustigi fyrir EM í sumar. Þetta þróaðist hratt, við héldum því opnu að Sif myndi halda sér áfram í Svíþjóð og finna einhverja leið með það. Við héldum því líka opnu langt fram eftir að hún myndi mögulega spila í einhverjum af þeim félögum sem hafa verið á toppnum."

„Við horfðum líka í aðra hluti sem láta okkur líða vel. Fjölskyldan skiptir okkur miklu máli, við eigum tvö börn og þetta hefði orðið meira púsluspil heldur en þetta er nú þegar. Þetta er búið að vera púsluspil í öll þessi sex ár sem við höfum átt börn. Sem betur fer semur okkur vel bæði sem hjónum og samstarfsfólki. Okkur hefur tekist að láta hlutina ganga mjög vel upp."


Eru mikil viðbrigði að koma frá Kristianstad og á Selfoss?

„Að einhverju leyti er það, báðir bæirnir eru litlir, skammt frá stærri bæjum. Frá Kristianstad er klukkutími til Malmö. Þetta eru litlir sætir bæir með rosalega mikla íþróttahefð og áhuga fyrir íþróttum. Í Kristianstad höfum við séð marga góða handboltamenn, bæði karlamegin og kvennamegin. Kvennafótboltinn í Kristianstad hefur verið stór og það er eiginlega það sama á Selfossi. Það er aðeins búið að draga af karlafótboltanum undanfarin ár þó svo að ég sjái kollega minn Dean [Martin] vera að hækka „levelið" svolítið duglega núna."

„Yngri flokkarnir voru teknir í gegn fyrir nokkrum árum og það er að skila sér, bæði stráka- og stelpumegin. Það er ekki ólíkt því sem ég á að þekkja í Kristianstad. Ef maður á að bera saman að þjálfa Kristianstad DFF og UMF Selfoss þá eru ákveðnar andstæður í því. Hjá Kristianstad hafði maður mikla meira aðgengi að leikmönnum, þar voru fleiri leikmenn sem unnu minna, vorum ekki með marga leikmenn sem voru atvinnumenn í fótbolta en samt sem áður þónokkra. Það var meira aðgengi fyrir stutta fundi og að geta stundum æft á morgnana. Við erum aðeins að reyna koma því í upp á Selfossi, þær eru nokkrar sem eiga möguleika á því - vinna kannski seinni hluta dags eða eru í framhaldsskólanum. Við erum aðeins að reyna yfirfæra þetta,"
sagði Bjössi.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner