Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   sun 27. apríl 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópa í dag - Villarreal ætlar í Meistaradeildina
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fara tveir leikir fram í efstu deild þýska boltans í dag og einn í efstu deild á Spáni.

Í Þýskalandi eiga Bochum og Werder Bremen heimaleiki gegn Union Berlin og St. Pauli.

Bochum vermir neðsta sæti efstu deildar og þarf kraftaverk til að bjarga sér frá falli í lokaleikjum tímabilsins. Liðið er fimm stigum frá umspilssæti um að halda sér uppi í Bundesliga en Union Berlin verður erfiður andstæðingur.

Gestirnir frá Berlín eru þegar búnir að bjarga sér frá falli en munu ekki gefa neitt eftir í dag.

Werder Bremen er þá í harðri baráttu um sjötta sætið, sem veitir farmiða í Sambandsdeild Evrópu næsta haust. Borussia Dortmund situr í því sæti sem stendur en Bremen er aðeins þremur stigum á eftir og með leik til góða.

Bremen tekur á móti nýliðum St. Pauli sem hafa komið á óvart á tímabilinu og eru fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið með leik til góða á næstu lið í kring.

Að lokum eigast Villarreal og Espanyol við í La Liga. Þar geta heimamenn í liði Villarreal stokkið upp í Meistaradeildarsæti með sigri á meðan Espanyol siglir þokkalega lygnan sjó, sjö stigum frá fallsvæðinu, eftir gott gengi á síðustu vikum.

Bundesliga:
13:30 Bochum - Union Berlin
15:30 Werder - St. Pauli

La Liga:
14:15 Villarreal - Espanyol
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 38 28 4 6 102 39 +63 88
2 Real Madrid 38 26 6 6 78 38 +40 84
3 Atletico Madrid 38 22 10 6 68 30 +38 76
4 Athletic 38 19 13 6 54 29 +25 70
5 Villarreal 38 20 10 8 71 51 +20 70
6 Betis 38 16 12 10 57 50 +7 60
7 Celta 38 16 7 15 59 57 +2 55
8 Osasuna 38 12 16 10 48 52 -4 52
9 Vallecano 38 13 13 12 41 45 -4 52
10 Mallorca 38 13 9 16 35 44 -9 48
11 Valencia 38 11 13 14 44 54 -10 46
12 Real Sociedad 38 13 7 18 35 46 -11 46
13 Alaves 38 10 12 16 38 48 -10 42
14 Getafe 38 11 9 18 34 39 -5 42
15 Espanyol 38 11 9 18 40 51 -11 42
16 Sevilla 38 10 11 17 42 55 -13 41
17 Girona 38 11 8 19 44 60 -16 41
18 Leganes 38 9 13 16 39 56 -17 40
19 Las Palmas 38 8 8 22 40 61 -21 32
20 Valladolid 38 4 4 30 26 90 -64 16
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - konur
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern W 22 19 2 1 56 13 +43 59
2 Wolfsburg W 22 16 3 3 57 18 +39 51
3 Eintracht Frankfurt W 22 16 2 4 68 22 +46 50
4 Bayer W 22 13 4 5 38 21 +17 43
5 Freiburg W 22 11 5 6 34 31 +3 38
6 Hoffenheim W 22 12 0 10 49 30 +19 36
7 Werder W 22 9 2 11 28 39 -11 29
8 RB Leipzig W 22 8 3 11 30 40 -10 27
9 Essen W 22 5 5 12 21 30 -9 20
10 Koln W 22 3 5 14 18 51 -33 14
11 Carl Zeiss Jena W 22 2 4 16 7 43 -36 10
12 Potsdam W 22 0 1 21 5 73 -68 1
Athugasemdir
banner