Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   fim 27. júní 2019 22:52
Stefán Marteinn Ólafsson
Andri Fannar: Við erum bara stoltir
Andri Fannar Freysson fyrirliði Njarðvíkur
Andri Fannar Freysson fyrirliði Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar heimsóttu heimamenn í KR á Meistaravöllum í kvöld í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. KR átti ekki í teljandi vandræðum með Njarðvíkingana og fóru að lokum með nokkuð þægilegan sigur af hólmi. Síðasta liðið úr Inkasso-deildinni sem eftir var í keppninni er úr leik.

Lestu um leikinn: KR 3 -  0 Njarðvík

„Nátturlega svekktur að tapa, en við vissum alveg að við værum að fara spila á móti mjög góðu liði og að þetta yrði erftitt en það sem við getum tekið jákvætt út úr þessu er að við vorum allavega betri í þessum leik en við höfum veirð í síðustu leikjum hjá okkur og við verðum bara að byggja ofan á þetta og halda áfram með þetta í deildina." Sagði Andri Fannar Freysson fyrirliði Njarðvíkur eftir leikinn geng KR í kvöld.

Andri Fannar var í viðtali fyrir leik þar sem hann minntist á það að það væri draumur margra að spila á KR velli og því var ekki úr vegi að spyrja hvernig það var.
„Þetta er bara besti völlur sem ég hef spilað á, ég verð að viðurkenna það."

Það voru eflaust ekki margir fyrir mót sem sáu það fyrir að Njarðvík yrði það lið sem myndi svona langt í bikarnum en sú varð þó raunin, Andri Fannar segist vera stoltur af vegferðinni.
„Við erum nátturlega mjög stoltir, fyrsta skiptið sem að Njarðvík kemst í 8-liða úrstlit og með smá heppni þarna í byrjun þá fengum við þarna ágætis séns til að pota því inn þá hefði þetta kannski verið aðeins öðruvísi leikur þótt að þeir hefðu eflaust alltaf legið á okkur en við erum bara stoltir af því hvernig fór." 

Deildin hefur verið í frjálsu falli hjá Njarðvíkingum eftir að hafa slegið nágranna sína í Keflavík út í 16-liða úrslitum og eftir það hafa Njarðvíkingar tapað 5 leikjum í röð og því ekki úr vegi að spyrja hvort bikarinn hafi haft einhver áhrif á einbeitninguna í deildinni.
„ Ég held ekki en ég vona það samt og vona að við stígum þá upp núna eftir þennan leik og byrjum að safna nokrum stigum í deildinni."

Nánar er rætt við Andra Fannar í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir
banner