Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   fim 27. júní 2019 22:52
Stefán Marteinn Ólafsson
Andri Fannar: Við erum bara stoltir
Andri Fannar Freysson fyrirliði Njarðvíkur
Andri Fannar Freysson fyrirliði Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar heimsóttu heimamenn í KR á Meistaravöllum í kvöld í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. KR átti ekki í teljandi vandræðum með Njarðvíkingana og fóru að lokum með nokkuð þægilegan sigur af hólmi. Síðasta liðið úr Inkasso-deildinni sem eftir var í keppninni er úr leik.

Lestu um leikinn: KR 3 -  0 Njarðvík

„Nátturlega svekktur að tapa, en við vissum alveg að við værum að fara spila á móti mjög góðu liði og að þetta yrði erftitt en það sem við getum tekið jákvætt út úr þessu er að við vorum allavega betri í þessum leik en við höfum veirð í síðustu leikjum hjá okkur og við verðum bara að byggja ofan á þetta og halda áfram með þetta í deildina." Sagði Andri Fannar Freysson fyrirliði Njarðvíkur eftir leikinn geng KR í kvöld.

Andri Fannar var í viðtali fyrir leik þar sem hann minntist á það að það væri draumur margra að spila á KR velli og því var ekki úr vegi að spyrja hvernig það var.
„Þetta er bara besti völlur sem ég hef spilað á, ég verð að viðurkenna það."

Það voru eflaust ekki margir fyrir mót sem sáu það fyrir að Njarðvík yrði það lið sem myndi svona langt í bikarnum en sú varð þó raunin, Andri Fannar segist vera stoltur af vegferðinni.
„Við erum nátturlega mjög stoltir, fyrsta skiptið sem að Njarðvík kemst í 8-liða úrstlit og með smá heppni þarna í byrjun þá fengum við þarna ágætis séns til að pota því inn þá hefði þetta kannski verið aðeins öðruvísi leikur þótt að þeir hefðu eflaust alltaf legið á okkur en við erum bara stoltir af því hvernig fór." 

Deildin hefur verið í frjálsu falli hjá Njarðvíkingum eftir að hafa slegið nágranna sína í Keflavík út í 16-liða úrslitum og eftir það hafa Njarðvíkingar tapað 5 leikjum í röð og því ekki úr vegi að spyrja hvort bikarinn hafi haft einhver áhrif á einbeitninguna í deildinni.
„ Ég held ekki en ég vona það samt og vona að við stígum þá upp núna eftir þennan leik og byrjum að safna nokrum stigum í deildinni."

Nánar er rætt við Andra Fannar í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner