Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fim 27. júní 2019 22:52
Stefán Marteinn Ólafsson
Andri Fannar: Við erum bara stoltir
Andri Fannar Freysson fyrirliði Njarðvíkur
Andri Fannar Freysson fyrirliði Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar heimsóttu heimamenn í KR á Meistaravöllum í kvöld í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. KR átti ekki í teljandi vandræðum með Njarðvíkingana og fóru að lokum með nokkuð þægilegan sigur af hólmi. Síðasta liðið úr Inkasso-deildinni sem eftir var í keppninni er úr leik.

Lestu um leikinn: KR 3 -  0 Njarðvík

„Nátturlega svekktur að tapa, en við vissum alveg að við værum að fara spila á móti mjög góðu liði og að þetta yrði erftitt en það sem við getum tekið jákvætt út úr þessu er að við vorum allavega betri í þessum leik en við höfum veirð í síðustu leikjum hjá okkur og við verðum bara að byggja ofan á þetta og halda áfram með þetta í deildina." Sagði Andri Fannar Freysson fyrirliði Njarðvíkur eftir leikinn geng KR í kvöld.

Andri Fannar var í viðtali fyrir leik þar sem hann minntist á það að það væri draumur margra að spila á KR velli og því var ekki úr vegi að spyrja hvernig það var.
„Þetta er bara besti völlur sem ég hef spilað á, ég verð að viðurkenna það."

Það voru eflaust ekki margir fyrir mót sem sáu það fyrir að Njarðvík yrði það lið sem myndi svona langt í bikarnum en sú varð þó raunin, Andri Fannar segist vera stoltur af vegferðinni.
„Við erum nátturlega mjög stoltir, fyrsta skiptið sem að Njarðvík kemst í 8-liða úrstlit og með smá heppni þarna í byrjun þá fengum við þarna ágætis séns til að pota því inn þá hefði þetta kannski verið aðeins öðruvísi leikur þótt að þeir hefðu eflaust alltaf legið á okkur en við erum bara stoltir af því hvernig fór." 

Deildin hefur verið í frjálsu falli hjá Njarðvíkingum eftir að hafa slegið nágranna sína í Keflavík út í 16-liða úrslitum og eftir það hafa Njarðvíkingar tapað 5 leikjum í röð og því ekki úr vegi að spyrja hvort bikarinn hafi haft einhver áhrif á einbeitninguna í deildinni.
„ Ég held ekki en ég vona það samt og vona að við stígum þá upp núna eftir þennan leik og byrjum að safna nokrum stigum í deildinni."

Nánar er rætt við Andra Fannar í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner