Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   fim 27. júní 2019 22:52
Stefán Marteinn Ólafsson
Andri Fannar: Við erum bara stoltir
Andri Fannar Freysson fyrirliði Njarðvíkur
Andri Fannar Freysson fyrirliði Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar heimsóttu heimamenn í KR á Meistaravöllum í kvöld í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla. KR átti ekki í teljandi vandræðum með Njarðvíkingana og fóru að lokum með nokkuð þægilegan sigur af hólmi. Síðasta liðið úr Inkasso-deildinni sem eftir var í keppninni er úr leik.

Lestu um leikinn: KR 3 -  0 Njarðvík

„Nátturlega svekktur að tapa, en við vissum alveg að við værum að fara spila á móti mjög góðu liði og að þetta yrði erftitt en það sem við getum tekið jákvætt út úr þessu er að við vorum allavega betri í þessum leik en við höfum veirð í síðustu leikjum hjá okkur og við verðum bara að byggja ofan á þetta og halda áfram með þetta í deildina." Sagði Andri Fannar Freysson fyrirliði Njarðvíkur eftir leikinn geng KR í kvöld.

Andri Fannar var í viðtali fyrir leik þar sem hann minntist á það að það væri draumur margra að spila á KR velli og því var ekki úr vegi að spyrja hvernig það var.
„Þetta er bara besti völlur sem ég hef spilað á, ég verð að viðurkenna það."

Það voru eflaust ekki margir fyrir mót sem sáu það fyrir að Njarðvík yrði það lið sem myndi svona langt í bikarnum en sú varð þó raunin, Andri Fannar segist vera stoltur af vegferðinni.
„Við erum nátturlega mjög stoltir, fyrsta skiptið sem að Njarðvík kemst í 8-liða úrstlit og með smá heppni þarna í byrjun þá fengum við þarna ágætis séns til að pota því inn þá hefði þetta kannski verið aðeins öðruvísi leikur þótt að þeir hefðu eflaust alltaf legið á okkur en við erum bara stoltir af því hvernig fór." 

Deildin hefur verið í frjálsu falli hjá Njarðvíkingum eftir að hafa slegið nágranna sína í Keflavík út í 16-liða úrslitum og eftir það hafa Njarðvíkingar tapað 5 leikjum í röð og því ekki úr vegi að spyrja hvort bikarinn hafi haft einhver áhrif á einbeitninguna í deildinni.
„ Ég held ekki en ég vona það samt og vona að við stígum þá upp núna eftir þennan leik og byrjum að safna nokrum stigum í deildinni."

Nánar er rætt við Andra Fannar í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner