Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 27. júlí 2020 11:27
Magnús Már Einarsson
Afar hæpið að Rúrik fari í Pepsi Max-deildina - Með tilboð erlendis
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afar hæpið er að Rúrik Gíslason semji við félag í Pepsi Max-deildinni en þetta sagði Ólafur Garðarsson umboðsmaður Rúriks í samtali við RÚV í dag.

Rúrik er án félags eftir að hann samdi um starfslok við þýska liðið Sandhausen í lok júní.

Undanfarið hefur Rúrik meðal annars verið orðaður við Víking R. og FH en ekki er útlit fyrir að hann komi í Pepsi Max-deildina í sumar.

Ólafur segir að Rúrik hafi þegar hafnað tilboðum erlendis frá en eigi von á fleirum. Það muni því skýrast á næstu vikum hvar Rúrik muni spila næst.

Rúrik er 32 ára gamall en hann hefur leikið í atvinnumennsku erlendis síðan árið 2005 eftir að hafa alist upp hjá HK.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner