Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 27. júlí 2021 21:10
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: KR jafnaði í uppbótartíma
Mckenna skoraði laglegt mark fyrir ÍA.
Mckenna skoraði laglegt mark fyrir ÍA.
Mynd: Lietuvos Futbolas
ÍA 1 - 1 KR
1-0 Mckenna Akimi Davidson ('69 )
1-1 Kristín Sverrisdóttir ('92)

Lestu um leikinn

KR, topplið Lengjudeildar kvenna, var næstum búið að tapa öðrum deildarleik sumarsins er liðið heimsótti fallbaráttulið ÍA í eina leik kvöldsins.

Jafnræði ríkti í fyrri hálfleik þar sem Skagakonur voru óheppnar að skora ekki. Markið kom þó eftir leikhlé, þegar Mckenna Akimi Davidson átti frábært skot utan teigs sem Ingibjörg Valgeirsdóttir var næstum búin að verja en blakaði knettinum í stöngina og inn.

KR skipti um gír eftir markið en náði ekki að skapa sér færi fyrr en í uppbótartíma. Þá skoraði Kristín Sverrisdóttir dýrmætt jöfnunarmark með skoti af löngu færi.

KR er með tveggja stiga forystu og leik til góða á toppi Lengjudeildarinnar. FH og Afturelding fylgja fast á eftir.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner