Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 27. ágúst 2021 19:52
Elvar Geir Magnússon
Heimild: RÚV 
Segir KSÍ hafa boðið þagnarskyldusamning eftir kynferðisofbeldi landsliðsmanns
Guðni biðst afsökunar á að hafa farið með rangt mál
Guðni Bergsson, formaður KSÍ. gudni-vissi-af-8272021
Guðni Bergsson, formaður KSÍ. gudni-vissi-af-8272021
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórhildur Gyða í fréttum RÚV í kvöld.
Þórhildur Gyða í fréttum RÚV í kvöld.
Mynd: RÚV
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, viðurkennir í sjónvarpsfréttum RÚV að hafa farið með rangt mál í viðtali í Kastljósinu í gær þegar hann sagðist ekki hafa fengið neinar kvartanir eða ábendingar um kynferðisbrot af hálfu landsliðsmanna.

Kona sem varð fyrir ofbeldi og grófri kynferðislegri áreitni af hálfu landsliðsmanns árið 2017, Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, var í viðtali í fréttatímanum. Hún kærði landsliðsmann sem svo játaði, gekkst við brotinu og greiddi miskabætur.

Þórhildur segir að lögmaður á vegum KSÍ hafi boðið henni þagnarskyldusamning sem hún hafnaði.

Þórhildur var stödd á skemmtistað í Reykjavík í september 2017 þar sem þekktur landsliðsmaður í fótbolta var staddur.

„Hann grípur sem sagt í klofið á mér. Síðan á sér stað líkamsárás aðeins seinna þar sem hann tekur mig hálstaki í stutta stund. Þar sem það skarst annar einstaklingurinn inn í. Ég var með áverka í tvær til þrjár vikur eftir hann. Strax daginn eftir fæ ég áverkavottorð og fer síðan niður á lögreglustöð og legg fram kæru. Við vorum tvær sem urðum fyrir því sama af hans hálfu þetta umrædda kvöld og við fórum saman að kæra," segir Þórhildur við RÚV.

Hálfu ári eftir atvikið sendi faðir Þórhildar stjórnarmeðlimum KSÍ tölvupóst og greindi frá kærunni. Guðni Bergsson svaraði póstinum og sagði að málið væri tekið alvarlega.

Þórhildur fékk símtal frá lögmanni sem bauð henni að koma á fund hjá KSÍ og spurði hvort hún væri tilbúin að skrifa undir þagnarskyldusamning og fá miskabætur. Hún hafnaði því.

„KSÍ veit af ofbeldinu og velur að vera með gerendur ofbeldis innan sinna raða," segir Þórhildur en umræddur leikmaður hélt áfram að vera valinn í landsliðið eftir málið.

Þórhildur segir að sér finnist orð Guðna í Kastljósinu í gær vanvirðing við sig og fjölskyldu sína. Rætt var við Guðna í fréttatímanum í kvöld og hann var spurður að því af hverju hann hefði svarað svona í gær?

„Ég gerði það eftir minni bestu vitund og mig minnti að þetta brot hafi verið ofbeldisbrot en ekki af kynferðislegum toga. En miðað við atvikalýsinguna sem þú sendir á mig þá sé ég að svar mitt var ekki rétt. Ég biðst velvirðingar á því," segir Guðni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner