Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
   þri 26. ágúst 2025 21:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Stórkostlegur viðsnúningur hjá Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 4 - 3 Afturelding
0-1 Þórður Gunnar Hafþórsson ('35 )
0-2 Hrannar Snær Magnússon ('41 )
1-2 Marius Lundemo ('48 )
2-2 Aron Jóhannsson ('56 )
3-2 Jónatan Ingi Jónsson ('59 )
4-2 Tryggvi Hrafn Haraldsson ('76 )
4-3 Hrannar Snær Magnússon ('89 , víti)
Lestu um leikinn

Það var áhugaverður leikur á Hlíðarenda í kvöld þar sem Valur fékk Aftureldingu í heimsókn. Valur missti toppsætið til Víkings eftir að Víkingur lagði Vestra fyrr í kvöld. Afturelding gat komist upp úr fallsæti með sigri.

Bæði lið fengu tækifæri til að skora í upphafi leiks en gestirnir brutu ísinn eftir rúmlega hálftíma leik.

Luc Kassii átti sendingu í gegn á Þórð Gunnar Hafþórsson og hann skoraði af öryggi. Afturelding bætti öðru markinu við stuttu síðar þegar Georg Bjarnason átti fyrirgjöf og Hrannar Snær Magnússon réðst á boltann og kom honum í netið.

Valsmenn komu gríðarlega sterkir til leiks í seinni hálfleik. Þeim tókst að minnka muninn eftir hornspyrnu á upphafsmínútunum. Stuttu síðar jafnaði Aron Jóhannsson metin eftir að hafa farið illa með vörn Aftureldingar.

Valsmenn voru ekki hættir því eftir klukkutíma leik voru þeir búnir að taka forystuna. Jónatan Ingi Jónsson var kominn í ansi þrönga stöðu en tókst á einhvern ótrúlegan hátt að setja boltann í netið.

Það var síðan Tryggvi Hrafn Haraldsson sem innsiglaði sigur liðsins með glæsilegu marki beint úr hornspyrnu. Afturelding náði að klóra í bakkann undir lokin þegar Hrannar Snær skoraði úr vítaspyrnu en nær komust þeir ekki.

Valur endurheimtir toppsætið en liðið er með 40 stig, tveimur stigum á undan Víkingum. Afturelding er áfram í ellefta og næst neðsta sæti með 21 stig.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 20 12 4 4 51 - 31 +20 40
2.    Víkingur R. 20 11 5 4 38 - 25 +13 38
3.    Stjarnan 20 10 4 6 38 - 32 +6 34
4.    Breiðablik 19 9 5 5 34 - 29 +5 32
5.    FH 20 7 5 8 37 - 32 +5 26
6.    Vestri 20 8 2 10 21 - 23 -2 26
7.    KA 20 7 5 8 23 - 35 -12 26
8.    Fram 20 7 4 9 28 - 28 0 25
9.    ÍBV 20 7 4 9 21 - 27 -6 25
10.    KR 20 6 5 9 41 - 43 -2 23
11.    Afturelding 20 5 6 9 27 - 34 -7 21
12.    ÍA 19 5 1 13 20 - 40 -20 16
Athugasemdir
banner