Ruben Amorim, stjóri Man Utd, segir að það sé jákvætt að liðið sé ekki í Evrópukeppni í ár, það mun hjálpa liðinu að einbeita sér að úrvalsdeeildinni.
Liðið hafnaði í 15. sæti í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og tapaði í úrslitum Evrópudeildarinnar gegn Tottenham og er því ekki í Evrópukeppni í fyrsta sinn síðan árið 1990.
Þar af leiðandi byrjar liðið í 2. umferð deildabikarsins en ekki í 3. umferð. Liðið mætir Grimsby á morgun.
„Við erum ekki í stakk búnir að spila í Evrópu og í úrvalsdeildinni. Við þurfum að bæta okkur sem lið," sagði Amorim.
„Það eru þrír leikir í þessari viku og við erum með sterka leikmenn svo við þurfum að gera breytingar á liðinu til að vinna alla leiki."
Kobbie Mainoo, Harry Maguire, Manuel Ugarte og Joshua Zirkzee hafa fengið lítinn sem engan spiltíma í fyrstu tveimur leikjunum og fá líklega tækifæri á morgun. Andre Onana ásamt þeim ungu Ayden Heaven og Tyler Fredricson fá líklega einnig tækifæri.
Athugasemdir