Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 27. september 2020 23:03
Aksentije Milisic
Benfica staðfestir sölu á Ruben Dias til City
Benfica hefur staðfest það að miðvörðurinn Ruben Dias sé á leiðinni til Manchester City á 65 milljónir punda.

Dias var með fyrirliðabandið hjá Benfica og skoraði hann gegn Moreirense í gær. Hann virtist svo vera kveðja liðsfélaga sína sem og Rui Costa, yfirmann íþróttamála hjá Benfica, eftir leikinn í gær.

Nicolas Otamendi fer til Benfica á móti og þarf Benfica að greiða tæpar 14 milljónir punda fyrir hann.

Kalidou Koulibaly var á óskalista Manchester City en Napoli staðfest í dag að hann verður áfram hjá liðinu. Allt virðist vera klárt á milli City og Benfica. Leikmennirnir tveir eiga einungis eftir að krota undir.

„Ég held að allir viti af hverju ég var að knúsa Costa í gær eftir leikinn," sagði Dias í viðtali.




Athugasemdir
banner
banner