Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 27. september 2021 08:30
Hafliði Breiðfjörð
Eiríkur hættur þjálfun - 7 sinnum Íslandsmeistari
Eiríkur Þorvarðarson.
Eiríkur Þorvarðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistari með FH sumarið 2012 ásamt Heimi Guðjónssyni og Guðlaugi Baldurssyni.
Íslandsmeistari með FH sumarið 2012 ásamt Heimi Guðjónssyni og Guðlaugi Baldurssyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiríkur Þorvarðarson markmannsþjálfari Vals hefur ákveðið að segja staðar numið og hætta þjálfun nú þegar tímabilinu er lokið.

Eiríkur hefur verið gríðarlega farsæll sem markmannsþjálfari og hefur sjö sinnum orðið Íslandsmeistari og tvisvar bikarmeistari.

„Ég hef verið að hugsa um að hætta í nokkurn tíma. Ég er í annasömu stjórnunarstarfi og síðastliðið ár hef ég átt við meiðsli sem mér finnst hafa hamlað mér að hluta til í starfinu og hafa leitt til þess að ég er á leið í mjaðmaskipti," sagði Eiríkur við Fótbolta.net í gær.

Hann byrjaði þjálfa hjá Fram sumarið 2005 en var svo hjá FH 2006 - 2019.

Hann gekk svo í þjálfarateymi Vals fyrir tímabilið í fyrra þegar Heimir Guðjónsson tók við liðinu og var þar tvö tímabil.

„Þetta er góður tími til að hætta. Ég hef þjálfað marga frábæra markmenn á 16 ára ferli og unnið innan einstakra félagsliða þar sem mikið af góðu fólki starfar af heilindum og flestir í sjálfboðaliðastarfi," sagði Eiríkur.

Ég hef fengið tækifæri til að miðla þekkingu minni og reynslu sem markmannsþjálfari, og sem sálfræðingur, og eignast marga vini til lífstíðar. Íþróttafélög eru ekkert annað en fólk og það er fólkið sem ég hef kynnst sem stendur upp úr eftir 16 ár. Titlarnir kítla auðvitað líka egóið en ég geng frá borði með sjö Íslandsmeistaratitla og tvo Bikarmeistaratitla. Það er eitthvað."

Það var ekki úr vegi að spyrja Eirík hverjir hafi verið hápunktarnir á ferlinum farsæla?

„Þeir eru svo margir að það er erfitt að taka eitthvað eitt út úr þessu öllu. Fyrst og fremst gleði og væntumþykja sem kemur fram í klefanum þegar að menn vinna leiki og titla."

„Það er eitthvað sem þarf að heyrast því klefinn er oftar en ekki þroskandi og styrkjandi fyrir unga menn og konur. Takk fyrir mig, og innilega til hamingju með titilinn Víkingar - þið eruð verðskuldaðir meistarar. Serkurinn OUT!"

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner