Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 27. september 2021 11:24
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hjörvar óánægður með Vilhjálm Alvar - „Hafði mikinn áhuga á því að sjá HK fara niður"
Hjörvar var markvarðarþjálfari hjá HK fyrir nokkrum árum.
Hjörvar var markvarðarþjálfari hjá HK fyrir nokkrum árum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hjörvar Hafliðason er mikill HK-ingur og er þáttarstjórnandi Dr. Football hlaðvarpsins. HK féll úr Pepsi Max-deildinni á laugardag á meðan ÍA hélt sér uppi eftir frábæran endasprett í mótinu.

ÍA vann síðustu þrjá leiki sína í deildinni og í lokaleiknum gegn Keflavík komu Skagamenn til baka á sjö mínútna kafla í seinni hálfleik og snéru leiknum úr 2-0 fyrir Keflavík í 2-3 fyrir sér.

ÍA þurfti að vinna gegn Keflavík til að halda sæti sínu í deildinni og HK þurfti að tapa gegn Breiðabliki á sama tíma svo HK myndi falla. HK tapaði 3-0 gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli. Hjörvar var ekki ánægður með Vilhjálm Alvar Þórarinsson, dómara leiks Keflavíkur og HK.

„Það var ljóst að Vilhjálmur Alvar Þórarinsson hafði mikinn áhuga á því að sjá HK fara niður og hann beið ekki boðanna þegar hann benti á punktinn. Enginn í Keflavík vissi eitt né neitt hvað var í gangi en Vilhjálmur negldi beint á punktinn við fyrsta tækifæri. Steinar Þorsteinsson skaut yfir úr vítaspyrnunni," sagði Hjörvar í nýjasta þætti Dr. Football.

Hann skaut einnig á Sindra Kristin Ólafsson, markvörð Keflavíkur, í fyrsta mark ÍA. „Alex Davey skorar mark þar sem Sindri Kristinn Ólafsson er bara hægur og súr í markinu."

„Á 71. mínútu gerist svo furðulegt dæmi. Joey Gibbs (leikmaður Keflavíkur) er að losa sig frá manni og leikurinn heldur áfram. Þá ákveður einn Skagamaðurinn að halda um andlitið á sér. Þá dæmir Villi eftir einhverjum líkum og bendir í átt að marki Keflavíkur. Bara ha? Þú ætlaðir ekki að dæma neitt, þú sást þetta alveg. En af því að hann heldur um andlitið á sér þá ákveður hann að benda í átt að markinu. Keflvíkingar spila boltanum til vinstri og koma með einn svifbolta sem Keflvíkingar ráða ekki við,"
sagði Hjörvar.

„Flottur leikur hjá Vilhjálmi," skrifaði Benjamín Þórðarson, fréttaritari Fótbolti.net, í skýrsluna eftir leikinn í Keflavík.

Smelltu hér til að lesa um leikinn í Keflavík.

Vilhjálmur dæmdi eftirminnilega leik HK og Stjörnunnar fyrir viku síðan og gaf Birni Snæ Ingasyni sitt annað gula spjald fyrir leikaraskap sem hefur verið mikið gagnrýnt. Birnir spilaði því ekki með HK gegn Breiðabliki vegna leikbanns.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner