Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 27. september 2021 18:29
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Keita mættur aftur til æfinga
Mynd: Getty Images
Liverpool mætir Porto á útivelli í Meistaradeildinni á morgun.

Liverpool missti Gini Wijnaldum til PSG í sumar og hinn ungi Harvey Elliott hafði leyst hans stöðu í upphafi tímabilsins en hann meiddist alvarlega fyrr í þessum mánuði.

Naby Keita hefur verið að leika á miðjunni í síðustu leikjum en meiddist í síðustu viku gegn Norwich í deildarbikarnum og missti af jafnteflinu gegn Brentford um helgina.

Hann er hinsvegar byrjaður að æfa aftur og spurning hvort hann verði til taks gegn Porto á morgun. Hægri bakvörðurinn Neco Williams hefur verið frá allt tímabilið vegna ökklameiðsla en hann er einnig byrjaður að æfa aftur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner