Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 27. október 2021 10:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Grátið á stjórnarfundi KSÍ - Sakað um eitthvað sem það átti engan hlut í
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuart James, blaðamaður The Athletic, var hér á landi fyrr í þessum mánuði og var að vinna í grein sem tengist íslenska karlalandsliðinu.

Í morgun birtist svo löng grein frá honum með fyrirsögninni „Víkingaklappið hefur verið eyðilagt til eilífðar".

Kolbrun Hrund Sigurgeirsdottir, sem stýrir jafnréttishópi KSÍ og er verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, er til viðtals í greininni og ræddi um afsögn stjórnar knattspyrnusambandsins í september.

„Fólk var mjög reitt og mjög sorgmætt, sumir grétu. Það sagði: 'Fjölmiðlar eru að taka okkur af lífi fyrir eitthvað sem ég er að heyra um í fyrsta skiptið núna.' En fólkið trúði þeim ekki, 'Þið vissuð allt um þetta og gerðuð aldrei neitt í þessu'. En það var ekki satt."

„Fólkið í stjórninni velti því fyrir sér af hverju málið var ekki rætt á stjórnarfundi. 'Af hverju sagðiru okkur ekki frá þessu?'. Guðni Bergsson [þá formaður KSÍ] sagði við stjórnarmeðlimi að þetta væri trúnaðarmál. Stjórnin benti á að þau væru í stjórn og ættu að vita af svona málum,"
sagði Kolbrún og hélt áfram.

„Ég er á því að stjórnin hafi verið tekin af lífi fyrir eitthvað sem þau áttu engan þátt í. Auðvitað varð að breyta andrúmsloftinu hjá sambandinu. Ég ætla ekki að halda öðru fram. En ég held að fólk hafi verið sakað um eitthvað sem það átti engan hlut í."

„Það var frekar sorglegt því við vorum með mikið af góðu fólki í stjórninni,"
sagði Kolbrún.

Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ, vildi ekki tjá sig við The Athletic um stöðu mála innan íslensku fótboltahreyfingarinnar þar sem hlutlaus nefnd væri að skoða málin.
Athugasemdir
banner
banner