Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 27. október 2022 10:25
Elvar Geir Magnússon
Breyting á landsliðshópnum - Júlli Magg inn fyrir Guðlaug Victor
Júlíus Magnússon er fyrirliði Víkings.
Júlíus Magnússon er fyrirliði Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor Pálsson hefur dregið sig úr hópnum.
Guðlaugur Victor Pálsson hefur dregið sig úr hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breyting hefur verið gerð á leikmannahópi Íslands fyrir komandi vináttulandsleiki. Guðlaugur Victor Pálsson verður ekki með í leikjunum við Sádi-Arabíu og Suður-Kóreu vegna meiðsla og í hans stað kemur Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkings.

Júlíus var ekki í upprunalega hópnum og ekki á meðal þeirra leikmanna sem nefndir voru til vara, en í tilkynningu frá KSÍ segir að aðstæður leikmannsins hafi verið breyst og Júlíus hefur nú verið kallaður í hópinn.

„Júlíus er einn af þeim leikmönnum sem ég hefði gjarnan viljað hafa í upprunalega hópnum og hans aðstæður hafa breyst, þannig að ég átti þess kost að velja hann í þetta verkefni. Hann var með okkur í júní á þessu ári og ég var mjög ánægður með hann þar," segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari.

Júlíus, sem er 24 ára, var valinn í lið ársins í Bestu deildinni af Fótbolta.net. Hann gaf upprunalega ekki kost á sér í landsliðsverkefnið.

„Þegar ég var spurður var ég meiddur á mjöðm og var kannski svolítið svartsýnn um það þá. Ég var meiddur þá og það var aðalástæðan. Ég sá ekki alveg fyrir mér að koma til baka eins og ég er að gera núna. Annars eru líka fleiri ástæður sem spila inn í og ég taldi betra að draga mig úr því," sagði Júlíus í viðtali við Fótbolta.net á mánudag.

„Það var mjög erfitt að neita kallinu. Það er kannski smá eftirsjá í því, sérstaklega þegar maður er kominn aftur út á völlinn og farinn að spila 90 mínútur. Maður á ekki að sjá eftir neinu, bara að horfa fram á við."

Ísland mætir Sádi-Arabíu í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 6. nóvember og Suður-Kóreu í Hwaseong í nágrenni Seúl 11. nóvember.

Hópurinn sem mætir Sádi-Arabíu og Suður-Kóreu:
Frederik Schram (m) - Valur - 5 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson (m) - IF Elfsborg - 2 leikir
Sindri Kristinn Ólafsson (m) - Keflavík
Viktor Örn Margeirsson - Breiðablik
Róbert Orri Þorkelsson - CF Montreal
Damir Muminovic - Breiðablik - 2 leikir
Júlíus Magnússon - Víkingur, 1 leikur
Rúnar Þór Sigurgeirsson - Keflavík - 1 leikur
Logi Tómasson - Víkingur R.
Hörður Ingi Gunnarsson - Sogndal IL - 1 leikur
Höskuldur Gunnlaugsson - Breiðablik - 5 leikir
Ísak Snær Þorvaldsson - Breiðablik
Dagur Dan Þórhallsson - Breiðablik
Viktor Karl Einarsson - Breiðablik - 2 leikir
Daníel Hafsteinsson - KA
Viktor Örlygur Andrason - Víkingur R. - 2 leikir
Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 99 leikir, 2 mörk
Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia FC
Valdimar Þór Ingimundarson - Sogndal IL - 1 leikur
Jónatan Ingi Jónsson - Sogndal IL
Jason Daði Svanþórsson - Breiðablik - 1 leikur
Danijel Dejan Djuric - Víkingur R.
Óttar Magnús Karlsson - Oakland Roots - 9 leikir, 2 mörk


Athugasemdir
banner
banner
banner