Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
   sun 27. október 2024 21:30
Sölvi Haraldsson
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mér líður ekkert eðlilega vel. Mér hefur aldrei liðið jafn vel held ég bara, bara einstakt, geðveikt!“ sagði Arnór Gauti Jónsson, leikmaður Breiðabliks, eftir 3-0 sigur á Víkingi Reykjavík sem tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

Hvernig var aðdragandinn að leiknum fyrir Arnór persónulega?

Ég kom virkilega vel stemmdur inn í leikinn, það var góð tilfinning fyrir þessum leik alla vikuna. Þetta var skrifað í skýjin.

Arnór hefur stigið gífurlega mikið upp í sumar en hvernig hefur honum liðið í sumar?

Ég er virkilega ánægður með sumarið í heild sinni. Nýkominn inn í liðið í janúar, það tekur alltaf tíma að koma sér inn í byrjunarliðið og það var alltaf stefnan. Seinni parts tímabils fékk ég traustið og nýtti mér það. Heilt yfir er ég bara jákvæður og ánægður með mitt, ég reyndi að skila sem mestu sem ég gat til liðsins.

Hvernig leið þér þegar lokaflautið skall á?

Mér leið ekkert eðlilega vel. Þetta er það sem við höfum verið að stefna að allt tímabilið og þarna eigum við heima. Við eigum þetta svo sannarlega skilið og höfum verið langbesta liðið í þessari deild síðan í júní. Við höfum verið að sýna það í hverjum einasta leik. Við vinnum þennan leik hérna á þeirra heimavelli.

Einn vinsælasti tónlistarmaður landsins í dag, Eyþór Aron Wöhler, mætti í viðtalið og átti lokaspurninguna á Arnór. Hann spurði hvort saunan í Lágafellslaug hafi gert mikið fyrir Arnór.

Já. Ég, Brynjar, Vignir, Eyþór Aron Wöhler og fleiri góðir eru búnir að mæta í sauna í Lágafellslaug. Stórt shout á saununa í Lágó og kalda pottinn þar.“ sagði Arnór Gauti að lokum.

Nánar er rætt við Arnór í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner