Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   sun 27. október 2024 21:30
Sölvi Haraldsson
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mér líður ekkert eðlilega vel. Mér hefur aldrei liðið jafn vel held ég bara, bara einstakt, geðveikt!“ sagði Arnór Gauti Jónsson, leikmaður Breiðabliks, eftir 3-0 sigur á Víkingi Reykjavík sem tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

Hvernig var aðdragandinn að leiknum fyrir Arnór persónulega?

Ég kom virkilega vel stemmdur inn í leikinn, það var góð tilfinning fyrir þessum leik alla vikuna. Þetta var skrifað í skýjin.

Arnór hefur stigið gífurlega mikið upp í sumar en hvernig hefur honum liðið í sumar?

Ég er virkilega ánægður með sumarið í heild sinni. Nýkominn inn í liðið í janúar, það tekur alltaf tíma að koma sér inn í byrjunarliðið og það var alltaf stefnan. Seinni parts tímabils fékk ég traustið og nýtti mér það. Heilt yfir er ég bara jákvæður og ánægður með mitt, ég reyndi að skila sem mestu sem ég gat til liðsins.

Hvernig leið þér þegar lokaflautið skall á?

Mér leið ekkert eðlilega vel. Þetta er það sem við höfum verið að stefna að allt tímabilið og þarna eigum við heima. Við eigum þetta svo sannarlega skilið og höfum verið langbesta liðið í þessari deild síðan í júní. Við höfum verið að sýna það í hverjum einasta leik. Við vinnum þennan leik hérna á þeirra heimavelli.

Einn vinsælasti tónlistarmaður landsins í dag, Eyþór Aron Wöhler, mætti í viðtalið og átti lokaspurninguna á Arnór. Hann spurði hvort saunan í Lágafellslaug hafi gert mikið fyrir Arnór.

Já. Ég, Brynjar, Vignir, Eyþór Aron Wöhler og fleiri góðir eru búnir að mæta í sauna í Lágafellslaug. Stórt shout á saununa í Lágó og kalda pottinn þar.“ sagði Arnór Gauti að lokum.

Nánar er rætt við Arnór í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner