Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
banner
   sun 27. október 2024 21:30
Sölvi Haraldsson
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mér líður ekkert eðlilega vel. Mér hefur aldrei liðið jafn vel held ég bara, bara einstakt, geðveikt!“ sagði Arnór Gauti Jónsson, leikmaður Breiðabliks, eftir 3-0 sigur á Víkingi Reykjavík sem tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

Hvernig var aðdragandinn að leiknum fyrir Arnór persónulega?

Ég kom virkilega vel stemmdur inn í leikinn, það var góð tilfinning fyrir þessum leik alla vikuna. Þetta var skrifað í skýjin.

Arnór hefur stigið gífurlega mikið upp í sumar en hvernig hefur honum liðið í sumar?

Ég er virkilega ánægður með sumarið í heild sinni. Nýkominn inn í liðið í janúar, það tekur alltaf tíma að koma sér inn í byrjunarliðið og það var alltaf stefnan. Seinni parts tímabils fékk ég traustið og nýtti mér það. Heilt yfir er ég bara jákvæður og ánægður með mitt, ég reyndi að skila sem mestu sem ég gat til liðsins.

Hvernig leið þér þegar lokaflautið skall á?

Mér leið ekkert eðlilega vel. Þetta er það sem við höfum verið að stefna að allt tímabilið og þarna eigum við heima. Við eigum þetta svo sannarlega skilið og höfum verið langbesta liðið í þessari deild síðan í júní. Við höfum verið að sýna það í hverjum einasta leik. Við vinnum þennan leik hérna á þeirra heimavelli.

Einn vinsælasti tónlistarmaður landsins í dag, Eyþór Aron Wöhler, mætti í viðtalið og átti lokaspurninguna á Arnór. Hann spurði hvort saunan í Lágafellslaug hafi gert mikið fyrir Arnór.

Já. Ég, Brynjar, Vignir, Eyþór Aron Wöhler og fleiri góðir eru búnir að mæta í sauna í Lágafellslaug. Stórt shout á saununa í Lágó og kalda pottinn þar.“ sagði Arnór Gauti að lokum.

Nánar er rætt við Arnór í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner