Fær ekki að fara fyrr en Salah snýr aftur - Vill fara frá Tottenham - Juventus orðað við marga - Guehi til Þýskalands?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   sun 27. október 2024 21:00
Kári Snorrason
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Breiðablik er Íslandsmeistari árið 2024 eftir að hafa unnið Víking 3-0, í hreinum úrslitaleik um titilinn í Víkinni í kvöld. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði tvö og Aron Bjarnason eitt til að skila þriðja Íslandsmeistaratitlinum í Kópavog. Ísak Snær kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

„Ég hef engin orð um það, þetta er ótrúlegt. Geggjaður sigur í dag, búnir að vera upp og niður allt mótið en kláruðum þetta vel. Ég vil meina að við áttum þetta skilið"

„Þegar að allt liðið hleypur svona mikið frá fyrstu mínútu. Gefur ekki eina sekúndu getur maður ekki annað en að klára þetta með mörkum fyrir liðsfélagana."

Ísaki finnst sætt að vinna titilinn á Víkingsvelli.

„Það var allt reynt til að fá eins fáa Blika hingað, mjög sætt að vinna þetta hérna."

Ísak var gagnrýndur í byrjun tímabils.

„Fólk má segja það sem það vill segja. Það vissu allir að ég var nýkominn úr aðgerð þegar ég kom. Það tók tíma. Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner