Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   sun 27. október 2024 21:00
Kári Snorrason
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Breiðablik er Íslandsmeistari árið 2024 eftir að hafa unnið Víking 3-0, í hreinum úrslitaleik um titilinn í Víkinni í kvöld. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði tvö og Aron Bjarnason eitt til að skila þriðja Íslandsmeistaratitlinum í Kópavog. Ísak Snær kom í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

„Ég hef engin orð um það, þetta er ótrúlegt. Geggjaður sigur í dag, búnir að vera upp og niður allt mótið en kláruðum þetta vel. Ég vil meina að við áttum þetta skilið"

„Þegar að allt liðið hleypur svona mikið frá fyrstu mínútu. Gefur ekki eina sekúndu getur maður ekki annað en að klára þetta með mörkum fyrir liðsfélagana."

Ísaki finnst sætt að vinna titilinn á Víkingsvelli.

„Það var allt reynt til að fá eins fáa Blika hingað, mjög sætt að vinna þetta hérna."

Ísak var gagnrýndur í byrjun tímabils.

„Fólk má segja það sem það vill segja. Það vissu allir að ég var nýkominn úr aðgerð þegar ég kom. Það tók tíma. Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner