Breiðablik er Íslandsmeistari árið 2024 eftir að hafa unnið Víking 3-0, í hreinum úrslitaleik um titilinn í Víkinni í kvöld. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði tvö og Aron Bjarnason eitt til að skila þriðja Íslandsmeistaratitlinum í Kópavog. Ísak Snær kom í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 - 3 Breiðablik
„Ég hef engin orð um það, þetta er ótrúlegt. Geggjaður sigur í dag, búnir að vera upp og niður allt mótið en kláruðum þetta vel. Ég vil meina að við áttum þetta skilið"
„Þegar að allt liðið hleypur svona mikið frá fyrstu mínútu. Gefur ekki eina sekúndu getur maður ekki annað en að klára þetta með mörkum fyrir liðsfélagana."
Ísaki finnst sætt að vinna titilinn á Víkingsvelli.
„Það var allt reynt til að fá eins fáa Blika hingað, mjög sætt að vinna þetta hérna."
Ísak var gagnrýndur í byrjun tímabils.
„Fólk má segja það sem það vill segja. Það vissu allir að ég var nýkominn úr aðgerð þegar ég kom. Það tók tíma. Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir