Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
banner
   fös 27. nóvember 2020 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Austurstúka Elland Road skírð í höfuðið á Jack Charlton
Leeds United ætlar að skíra austurstúkuna á Elland Road til heiðurs Jack Charlton, fyrrum varnarmanni liðsins sem lést í sumar.

Charlton var partur af enska landsliðinu sem vann HM 1966 en hann dvaldi allan ferilinn hjá Leeds United, allt frá því að hann gekk í raðir félagsins 15 ára gamall árið 1950.

Charlton lék 773 leiki fyrir Leeds og er leikjahæstur í sögu félagsins.

Angus Kinnear, framkvæmdastjóri Leeds, staðfesti áform félagsins í samtali við BBC.

Charlton er fjórði leikmaðurinn til að fá stúku nefnda eftir sér á Elland Road, eftir John Charles, Norman Hunter og Don Revie.
Athugasemdir
banner