Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 27. nóvember 2020 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
EA Sports og FIFPro svara fyrir ásakanir - Ekki við EA að sakast
Mynd: Getty Images
EA Sports (tölvuleikjaframleiðandinn) og FIFPro (alþjóða leikmannasamtökin) hefur svarað skotum Zlatan Ibrahimovic og Mino Raiola. Gareth Bale tók undir með Zlatan á dögunum og útlit fyrir að fleiri leikmenn færu sömu leið.

Zlatan og Raiola eiga í deilum við EA Sports vegna tölvuleiksins FIFA. Þeir segja fyrirtækið ekki vera með leyfi fyrir notkun á ímyndarrétti Zlatans.

„Í ljósi fréttaflutnings síðustu daga vill FIFPRO útskýra hvernig það útvegar ímyndunarrétt leikmanna og hlutverk þess að verja starfsrétt leikmanna atvinnumanna út um allan heim," segir í tilkynningu frá FIFPRO.

„FIFPRO eru samtök sem leggja ekki upp með að koma út í hagnaði. Þau útvega ímyndunarrétt leikmanna í gegnum leikmannasamtök í nær 60 löndum. Electronic Arts getur svo fengið að nota þann rétt sem og aðrir viðskiptavinir í leikjaheiminum."

„Sambönd FIFPRO við leikjaframleiðendur er í takti við þá samninga sem þeir gera við félögin, deildirnar, eigendur og leikmenn. Meðlimasamtök í FIFPRO ákveða hvernig skal ráðstafa tekjunum sem fást fyrir samninganna, annað hvort að deila beint til leikmanna eða í sjóði sem þeir geta sótt í þegar þeir þurfa aðstoð."

„FIFPRO er með þessari tilkynningu að reyna ná til leikmanna og annarra í þeirra forsvari sem hafa sett spurningarmerki við EA Sports að undanförnu svo hægt sé að svara þeirra spurningum."


EA Sports svaraði aðilunum þremur beint í samtali við Mirror: „Mino Raiola hefur öðlast mikla virðingu sem maður sem sér um leikmenn og við höfum átt í samstarfi við hann í mörg ár, þar með talið í ár þegar sambandið við hann sá til þess að Erling Braut Haaland verður hluti af FIFA 21 söluherferðinni."

„Við höfum einnig notið þess að vinna með Zlatan sem hefur verið í öllum leikjum frá árinu 2002 og hefur reglulega fengið verðlaun sem hluti af FUT upplifuninni."

„Tölvuleikjafyrirtæki Gareth Bale notast við okkar FIFA leik sem stóran hluta þeirra sem æfa og spila undir hans merki. Við erum fullir trúar að Gareth og hans teymi sjái mikil verðmæti í okkar samstarfi."

Þessar tilkynningar gefa það til kynna að skot Zlatans, Raiola og Bale séu í garð FIFPro en ekki EA Sports.
Athugasemdir
banner
banner