Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. nóvember 2020 07:15
Fótbolti.net
Efstur í Frídeildinni og fimmtándi í heiminum
Hér má sjá knattspyrnustjórann geðþekka, Höskuld Ágústsson, á góðri stundu.
Hér má sjá knattspyrnustjórann geðþekka, Höskuld Ágústsson, á góðri stundu.
Mynd: Frídeildin
Ísland hefur eignast nýjan afreksíþróttamann, Höskuld Ágústsson. Höskuldur er grjótharður Manchester Utd maður og spilar Fantasy Premier League með frábærum árangri. Höskuldur er sem stendur efstur allra í Frídeildinni og sá fimmtándi í heiminum öllum. Hann gaf á dögunum kost á sér í viðtal hjá Frídeildinni í kjölfar sigurs í hraðmóti Hismisins þar sem hann bar úr býtum 15.000 kr. inneign hjá Bónus.

En hvernig stendur á því að Höskuldur hafði ekki sigrað hraðmótt fyrr þrátt fyrir þennan frábæra árangur? „Í fullri hreinskilni þá vissi ég ekki hvað Frídeildin var fyrr en í þriðju leikviku þetta árið. Vinur minn sá að ég hefði halað inn stigum á fyrstu tveimur vikunum og sagði mér að skrá mig í Frídeildina. Mér finnst bara gaman að taka þátt og ef það koma einhverjir vinningar með því, þá er það bara frábært!”

Til að lesa allt viðtalið við Höskuld má smella hér.

Það er til mikils að vinna hjá Frídeildinni í hverri viku og engin spurning að Höskuldur mun njóta góðs af því haldi hann áfram að spila í heimsklassa. Frídeildin hefur greitt út vinninga fyrir meira en 500.000 krónur það sem af er tímabils til 32 vinningshafa. Sá sigursælasti er Guðjón Halldórsson sem kom í vikunni og fór heim klyfjaður af vinningum úr Pepsi Max og Steve Dagskrá deildunum.
Guðjón hafði áður unnið 15.000 kr inneign hjá Domino’s.
Athugasemdir
banner
banner