Brighton 0 - 0 Leeds
Brighton og Leeds gerðu markalaust jafntefli þegar liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Brighton var sterkari aðilinn í leiknum og skapaði sér fullt af færum en náði ekki að koma boltanum í netið.
Það var stórt vandamál hjá liðinu í fyrra. Liðið skoraði miklu færri mörk en það hefði átt að gera miðað við færasköpun. Í dag endaði Brighton með tæplega tvo í xG (e. expected goals) en náði samt sem áður ekki að skora.
Segja má að Brighton hafi farið í sama gamla farið í dag, en það má ekki halda áfram ef liðið ætlar sér einhverja hluti á þessu tímabili. Brighton er sem stendur í áttunda sæti með 18 stig og Leeds er í 17. sæti með 12 stig.
Athugasemdir