banner
   þri 28. janúar 2020 11:43
Elvar Geir Magnússon
Fóru mannavillt - Héldu að Sander Berge væri mættur til Man Utd
Hver er maðurinn?
Hver er maðurinn?
Mynd: Twitter
Nokkrir enskir fjölmiðlar féllu í gildru í dag þegar ungur maður var myndaður þar sem hann sat í bíl sem keyrði inn á æfingasvæði Manchester United.

Greint var frá því að þarna væri norski miðjumaðurinn Sander Berge, 21 árs leikmaður Genk, mættur í læknisskoðun.

Berge hefur verið orðaður við Sheffield United sem hefur mikinn áhuga en enskir fjölmiðlar sögðu að Rauðu djöflarnir hefðu stokkið inn.

Myndbirtingin af unga manninum vakti strax mikla kátínu norskra einstaklinga á samfélagsmiðlum enda sáu þeir strax að þetta væri alls ekki Sander Berge.

Ekki hefur þó fengist staðfest hver maðurinn dularfulli er!

Manchester United hefur engan keypt í janúarglugganum en honum verður lokað á föstudag.
Athugasemdir
banner
banner