Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
banner
   sun 28. febrúar 2021 18:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Christensen: Mér fannst þeirra leikmaður handleika boltann
„Eftir fyrri hálfleik þar sem sótt var á báða bóga fannst mér við fá tækifærin í seinni hálfleiknum en tókst ekki að gera nógu vel til að skapa hættu. Þetta var erfiður leikur og mér fannst við betri í seinni hálfleik," sagði Andreas Christensen, miðvörður Chelsea, við Sky Sports eftir markalaust jafntefli geng Manchester United.

„Þeir (United-menn) eru eflaust ánægðir með þessi úrslit, við vildum vinna. Okkur finnst eftir seinni hálfleikinn eins og við ættum skilið að vinna. Jafntefli eru samt sanngjörn úrslit."

Christensen var spurður út í stóra VAR-augnablikið þegar mögulega átti að dæma vítaspyrnu á Callum Hudson-Odoi fyrir að snerta boltann með höndinni inn á eigin vítateig.

„Ég sá þetta en frá mínu sjónarhorni virkaði þetta eins og þeirra leikmaður hefði snert boltann. Ég veit ekki af hverju það þurfti að skoða þetta því þeta virkaði mjög augljóst frá mínu sjónarhorni. Mér fannst rétt að sleppa þessu," sagði Christensen.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
7 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
8 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Bournemouth 16 5 6 5 25 28 -3 21
14 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner
banner