Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 28. febrúar 2021 19:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Danmörk: Midtjylland náði toppsætinu af Bröndby
Hjörtur er búinn að spila í síðust fjórum leikjum Bröndby
Hjörtur er búinn að spila í síðust fjórum leikjum Bröndby
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Midtjylland 1- 0 Bröndby
1-0 Gustav Isaksen ('65)
Rautt spjald: Paulinho ('90+3, Midtjylland)

Dönsku meistararnir í Midtjylland eru komnir aftur á toppinn í deildinni eftir 1-0 sigur á Bröndby sem var fyrir umferðina á toppnum.

Gustav Isaksen skoraði eina mark leiksins á 65. mínútu en gestirnir í Bröndby höfðu þó skorað mark á 9. mínútu sem síðar var dæmt af vegna rangstöðu með VAR.

Hjörtur Hermannsson spilaði í fjórð leiknum í röð með Bröndby, þann þriðja sem byrjunarliðsmaður. Hjá Midtjylland var Mikael Neville Anderson ónotaður varamaður.

Midtjylland er nú með tveggja stiga forskot þegar átján leikjum hjá toppliðunum er lokið.

Uppfært 19:29: Upplýsingar fréttaritara voru rangar þegar kom fram að Mikael hefði ekki verið í hóp.

Í Grikklandi var Theodór Elmar Bjarnason ónotaður varamaður þegar lið hans Lamia gerði markalaust jafntefli gegn Giannina í ofurdeildinni. Lamia er í tólfta sæti en á leik til góða á flest liðin í kring.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner