sun 28. febrúar 2021 10:00
Aksentije Milisic
Pique: Erum enn í titilbaráttunni
Mynd: Getty Images
Barcelona vann góðan útisigur á Sevilla í gær í La Liga deildinni á Spáni.

Lionel Messi skoraði og lagði upp fyrir Börsunga og með sigrinum fór liðið í 2. sætið deildarinnar, tveimur stigum á eftir Atletico Madrid, sem á þó tvo leiki til góða.

Atletico hefur hins vegar verið að gefa eftir upp á síðkastið og þá hefur gengi Real Madrid verið misjafnt. Gerard Pique, varnarmaður Barcelona, segir að liðið sé svo sannarlega í titilbaráttunni.

„Það er klárlega barátta um titilinn. Við höfum séð verri hluti, þrátt fyrir bikarleikinn gegn Sevilla og tapið gegn PSG, þá trúum við á okkur," sagði Pique sem er mættur til baka eftir meiðsli.

„Sevilla, á heimavelli, átti ekki skot á markið og ekkert færi. Þetta er allt í hausnum á okkur. Ef við náum að snúa bikareinvíginu gegn þeim, okkur í vil, þá getur tímabilið okkar breyst."

Sevilla er 2-0 yfir í einvígi liðanna í undanúrslitum spænska bikarsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner