Ævintýri Jordan Henderson í Sádí Arabíu var ekki langt en hann mætti aftur í Evrópuboltann í eftir hálfs árs veru í Sádí-Arabíu.
Þessi 33 ára gamli miðjumaður gekk til liðs við Al-Ittihad frá Liverpool í sumar en ákvað að taka skrefið aftur til Evrópu í janúar og skrifaði undir samning hjá Ajax.
Saad Al Lazeez forseti sádí-arabísku deildarinnar segir samt sem áður að Henderson hafi verið ein bestu félagaskiptin fyrir deildina.
„Jafnvel þótt hann sé farinn var hann ein af okkar bestu kaupum í Sádí arabísku deildina. Við fengum 93 leikmenn í sumar og ég myndi segja að 28 til 30 af þeim séu að mati flestra á lista yfir topp 300 leikmenn hems og maður býst ekki við því að allir verði áfram," sagði Saad Al Lazeez.
„Stundum ganga hlutirnir ekki upp, stundum tekst þeim ekki að aðlagast, það getur gerst. En ég stend við það að Jordan Henderson voru ein bestu kaupin. Við græddum heilmikið á því að fá hann, við lærðum mikið og munum halda áfram að vaxa."