Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 28. maí 2020 12:33
Elvar Geir Magnússon
Sara Björk: Heiður að vera orðuð við Barcelona
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir er orðuð við spænska félagið Barcelona í Marca. Barcelona er Spánarmeistari.

Sara Björk, sem hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Wolfsburg í Þýskalandi síðustu fjögur ár rennur út á samning í sumar og í síðasta mánuði sögðu franskir fjölmiðlar að hún væri búin að semja við Lyon.

Sara hefur ekkert staðfest en segir við Marca að hún sé búin að taka ákvörðun.

„Ég hef fengið fjölda tilboða og hef þegar ákveðið hvar ég mun spila á næsta tímabili," segir Sara.

„Barcelona er eitt stærsta félag heims og það er spennandi að sjá hvað það hefur lagt aukna áherslu á kvennafótboltann hjá sér undanfarin ár. Það er heiður fyrir mig að vera orðuð við besta liðið á Spáni. Spænska deildin hefur verið á mikilli uppleið."

Þrátt fyrir orðróminn um Barcelona er talið líklegast að Sara verði kynnt sem nýr leikmaður hjá Lyon, sem hefur verið besta félagslið Evrópu undanfarin ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner