Oblak orðaður við Man Utd - Ungur leikmaður Blackburn á blaði Everton og Man Utd - Liverpool hefur enn áhuga á Bruno
   sun 28. maí 2023 17:31
Brynjar Ingi Erluson
England: Aston Villa í Sambandsdeildina - Xhaka kvaddi með stæl
Granit Xhaka skoraði tvö og fékk síðan standandi lófaklapp er honum var skipt af velli
Granit Xhaka skoraði tvö og fékk síðan standandi lófaklapp er honum var skipt af velli
Mynd: Getty Images
Aston Villa fer í Sambandsdeildina
Aston Villa fer í Sambandsdeildina
Mynd:
Roberto Firmino skoraði í síðasta leik sínum fyrir Liverpool
Roberto Firmino skoraði í síðasta leik sínum fyrir Liverpool
Mynd:
Bruno Fernandes tryggði Man Utd sigur á Old Trafford
Bruno Fernandes tryggði Man Utd sigur á Old Trafford
Mynd:
Aston Villa mun spila í Sambandsdeild Evrópu á næsta tímabili eftir að liðið lagði Brighton að velli, 2-1, í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Southampton og Liverpool gerðu þá 4-4 jafntefli á St. Mary's-leikvanginum og Granit Xhaka kvaddi þá Arsenal með stæl með því að gera tvö mörk í 5-0 sigri á Wolves.

Manchester United vann Fulham, 2-1, á Old Trafford. Hollenski bakvörðurinn Kenny Tete skoraði á 19. mínútu og gat Aleksandar Mitrovic tvöfaldað forystuna sjö mínútum síðar er Fulham fékk vítaspyrnu eftir að Casemiro braut af sér.

David De Gea varði hins vegar spyrnuna frá Mitrovic og var þá ákveðinn vendipunktur. Jadon Sancho jafnaði þegar lítið var eftir af fyrri hálfleiknum og gerði þá Bruno Fernandes sigurmarkið snemma í þeim síðari með því að vippa yfir Bernd Leno í markinu.

Southampton og Liverpool gerðu ótrúlegt átta marka jafntefli á St. Mary's leikvanginum. Liverpool byrjaði sterkt. Diogo Jota skoraði á 10. mínútu eftir hápressu gestanna og kvaddi Roberto Firmino þá með marki eftir góða sókn sem byrjaði hjá Trent Alexander-Arnold.

Southampton, sem var þegar fallið fyrir lokaumferðina, gaf sig ekki. James Ward-Prowse minnkaði muninn á 19. mínútu og kom jöfnunarmarkið frá Kamaldeen Sulemana tæpum tíu mínútum síðar.

Heimamenn komust í 3-2 í upphafi síðari hálfleiks og var það Sulemana með annað mark sitt. Adam Armstrong, sem hafði komið inná sem varamaður, gerði fjórða markið en Liverpool svaraði með tveimur mörkum á tveimur mínútum.

Cody Gakpo og Jota gerðu mörkin og var Liverpool nálægt því að stela sigrinum undir lokin en Mohamed Salah setti boltann í stöng. Lokatölur 4-4.

Arsenal keyrði yfir Wolves, 5-0. Granit Xhaka, sem er á förum frá félaginu í sumar, kvaddi með tveimur mörkum. Fyrra gerði hann með skalla af stuttu færi og síðan síðara á nákvæmlega sama stað nema með fínu skoti. Bukayo Saka, Gabriel Jesus og Jakub Kiwior gerðu þrjú til viðbótar og endar því Arsenal tímabilið frábærlega.

Brentford lagði Englandsmeistara Manchester City, 1-0. Ethan Pinniock, sem framlengdi samning sinn við félagið um helgina, gerði sigurmarkið undir lok leiks. Pep Guardiola hvíldi marga lykilmenn í leiknum.

Chelsea og Newcastle skildu jöfn, 1-1. Anthony Gordon skoraði á 9. mínútu fyrir gestina en Chelsea jafnaði með sjálfsmarki Kieran Trippier á 27. mínútu. Chelsea hafnar í 12. sæti deildarinnar.

Aston Villa mun þá spila í Sambandsdeildinni á næsta tímabili eftir að hafa unnið Brighton, 2-1. Douglas Luis og enski framherjinn Ollie Watkins komu Aston Villa í 2-0 en Deniz Undav gerði mark Brighton á 38. mínútu. Aston Villa hafnar því í 7. sæti og missir Tottenham því af Evrópusæti.

Úrslit og markaskorarar:

Manchester Utd 2 - 1 Fulham
0-1 Kenny Tete ('19 )
0-1 Aleksandar Mitrovic ('26 , Misnotað víti)
1-1 Jadon Sancho ('39 )
2-1 Bruno Fernandes ('55 )

Southampton 4 - 4 Liverpool
0-1 Diogo Jota ('10 )
0-2 Roberto Firmino ('14 )
1-2 James Ward-Prowse ('19 )
2-2 Kamaldeen Sulemana ('28 )
3-2 Kamaldeen Sulemana ('47 )
4-2 Adam Armstrong ('64 )
4-3 Cody Gakpo ('72 )
4-4 Diogo Jota ('73 )

Arsenal 5 - 0 Wolves
1-0 Granit Xhaka ('11 )
2-0 Granit Xhaka ('14 )
3-0 Bukayo Saka ('27 )
4-0 Gabriel Jesus ('58 )
5-0 Jakub Kiwior ('78 )

Aston Villa 2 - 1 Brighton
1-0 Douglas Luiz ('8 )
2-0 Ollie Watkins ('26 )
2-1 Deniz Undav ('38 )

Brentford 1 - 0 Manchester City
1-0 Ethan Pinnock ('85 )

Chelsea 1 - 1 Newcastle
0-1 Anthony Gordon ('9 )
0-2 Kieran Trippier ('27 , sjálfsmark)
Athugasemdir
banner