Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 28. maí 2024 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Newcastle búið að finna arftaka Ashworth?
Mynd: Getty Images
Stjórnendur Newcastle United virðast vera búnir að finna arftaka fyrir Dan Ashworth, fráfarandi yfirmanni fótboltamála hjá félaginu sem er að bíða eftir að geta lokið félagaskiptum sínum yfir til Manchester United.

Sá heitir Johannes Spors og starfar í dag sem yfirmaður íþróttamála hjá fjárfestingafyrirtækinu 777 Partners, sem hefur verið að reyna að kaupa Everton undanfarna mánuði en það ferli hefur ekki borið tilætlaðan árangur.

Sky Sports greinir frá því að viðræður Spors við Newcastle séu jákvæðar og virðast vera góðar líkur á því að hann taki við starfinu.

Ashworth er í launuðu leyfi frá störfum þar til Man Utd og Newcastle komast að samkomulagi um kaupverð fyrir hann.

Newcastle hafði áhuga á að ráða Dougie Freedman frá Crystal Palace, en Freedman hefur ekki áhuga á að yfirgefa félagið að svo stöddu.
Athugasemdir
banner
banner