Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 28. maí 2024 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Olli miklum vonbrigðum í vetur og er nú orðaður við Everton
Mynd: Getty Images
Kalvin Phillips er samningsbundinn Manchester City en ólíklegt þykir að hann spili fyrir liðið á næsta tímabili.

Phillips er varnarsinnaður miðjumaður sem hefur átt erfitt uppdráttar frá því að Englandsmeistararnir keyptu hann frá Leeds sumarið 2022.

Á einu og hálfu tímabili með City kom hann einungis við sögu í 31 leik. Í janúar var hann svo lánaður til West Ham þar sem hann kom við sögu í tíu leikjum og náði ekki að sýna sínar bestu frammistöður.

Hann var fastamaður í enska landsliðshópnum í nokkuð langan tíma en missti sætið sitt í vetur og fer ekki með á EM í sumar.

Hann var orðaður við Leeds síðustu vikurnar en þar sem félagið komst ekki upp í úrvalsdeildina eru líkurnar orðnar minni á því að hann snúi aftur til Leeds.

Í dag er hann orðaður við Everton sem átti gott tímabil í úrvalsdeildinni og hélt sér sannfærandi uppi þrátt fyrir stigafrádrátt. Ef Phillips fer til Everton verður það líklegast að láni.
Athugasemdir
banner
banner
banner