fim 28. júlí 2022 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rennes að krækja í Rodon frá Tottenham - Theate á leiðinni
Mynd: EPA

Franska félagið Rennes er að ganga frá lánssamningi fyrir miðvörðinn Joe Rodon.


Rodon kemur á eins árs lánssamningi frá Tottenham með 20 milljón evru kaupmöguleika.

Rodon er 24 ára gamall landsliðsmaður Wales sem var keyptur til Tottenham fyrir tveimur árum síðan.

Hann hefur átt í miklum erfiðleikum með að festa sig í sessi hjá félaginu og hefur aðeins spilað 24 leiki.

Rodon er ekki eini miðvörðurinn sem er á leið til Rennes þessa dagana því Arthur Theate er að koma frá Bologna.

Rennes mun borga um 20 milljónir evra fyrir belgíska miðvörðinn Theate sem stóð sig gífurlega vel á sinni fyrstu leiktíð hjá Bologna.

Miðverðirnir eiga að fylla í skarðið sem Nayef Aguerd skilur eftir sig eftir að hann var seldur til West Ham fyrir fúlgu fjárs. Nú er Rennes einnig á eftir sóknarmanni eftir söluna á Mathys Tel til FC Bayern.

Rennes átti frábært tímabil og endaði í þriðja sæti frönsku deildarinnar. Félagið þarf því að styrkja sig fyrir Evrópudeildina í haust.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner