Framtíð Ederson, markvarðar Man City, hefur verið mikið í umræðunni undanfarið en Pep Guardiola, stjóri liðsins, vonar innilega að hann verði áfram.
Hann hefur verið orðaður við félög í Sádí-Arabíu.
Ederson var mjög ánægður að heyra að Guardiola vilji að hann verði áfram hjá City en hann heldur öllum möguleikum opnum.
„Það hefur engin ákvörðun verið tekin. Að heyra Pep segja þetta var mjög ánægjulegt. Þetta er áttunda tímabilið mitt með honum og við höfum upplifað góð og slæm augnablik. Það er auðvelt að vinna með honum, hann er fótboltasnillingur og það vita það allir. Svo það er mjög gott að heyra þetta frá honum," sagði Ederson.
„Ég er ánægður hérna. Hef átt góð augnablik með liðsfélögunum, ég nýt þess að ná mínu gamla formi aftur. Ég er rólegur, framtíð mín er í höndum guðs. Hann veit hvað er best í stöðunni, hvað sem hann mun gefa mér verð ég ánægður."